A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ný bók: Strandir 1918

| 08. desember 2020
« 1 af 2 »


Út er komin bókin Strandir 1918: Ferðalag til fortíðar og rafrænt útgáfuhóf var haldið sunnudaginn 6. desember. 

 

Árið 1918 var merkilegt ár í sögu þjóðarinnar. Ísland fékk fullveldi og ýmsir stórviðburðir settu svip á mannlíf og samfélag. Hér er athygli beint að viðburðum og daglegu lífi á Ströndum á þessum tíma, birtar dagbækur, ferðasögur og fræðigreinar. Fjallað er um líf og störf fólks í Strandasýslu fyrir rúmri öld, á tímum sem standa okkur býsna nærri. Samt er margt við daglegt amstur fólks fyrir 100 árum framandi í samtímanum. 

 

Ritstjóri er Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur og hún er einnig höfundur greinar í bókinni, eins og Eiríkur Valdimarsson, Hafdís Sturlaugsdóttir og Jón Jónsson. Þá skrifar forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson formála að bókinni. 

 

Einnig er birt ferðasaga eftir Guðmund Hjaltason og búnaðaryfirlit eftir Sigurð Sigurðsson sem ferðaðist um allar Strandir. Þá eru tvö dagbókabrot að finna í bókinni, eftir Níels Jónsson á Grænhóli á Gjögri og Þorstein Guðbrandsson á Kaldrananesi.  

 

Með útgáfu bókarinnar Strandir 1918 er rekinn endahnútur á samnefnt verkefni sem hefur staðið yfir frá árinu 2018. Sauðfjársetur á Ströndum og Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Ströndum - Þjóðfræðistofa eru útgefendur bókarinnar. 

 

Bókin gefur góða innsýn í daglegt líf og hversdagsleg störf fólks á Ströndum á sögulegum tímum og er áhugaverð lesning fyrir alla sem hafa áhuga á þjóðlegum fróðleik, sögu og náttúru. 

 

Bókin er einungis seld beint frá Sauðfjársetrinu á Ströndum og er hægt að tryggja sér eintak í síma 693-3474, á saudfjarsetur@saudfjarsetur.is eða á Facebook-síðu Sauðfjársetursins. Hægt er að fá bókina senda hvert á land sem er. 

Sveitarstjórnarfundur 1312 í Strandabyggð, 08.12.20

| 06. desember 2020

Sveitarstjórnarfundur 1312 í Strandabyggð

Fundur nr. 1312, í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn þriðjudaginn 8. desember 2020 kl 16.00 í Hnyðju.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Fjárhagsáætlun 2021 og 3ja ára áætlun 2022-2024, seinni umræða
  2. Gjaldskrár 2021
  3. Viðmiðunarreglur um snjómokstur
  4. Starfsmannastefna Strandabyggðar
  5. Viðauki 4. við fjárhagsáætlun 2020
  6. Forstöðumannaskýrslur
  7. Bréf ungmennaráðs til sveitarstjórnar: aldursskipting í ungmennaráði
  8. Fundargerðir nefnda
    1. Fræðslunefnd, 03.12.20
    2. Umhverfis og skipulagsnefnd, 07.12.20
    3. Ungmennaráð, 7.12.20
  9. Úthlutun byggðakvóta fiskveiðiárið 2020/2021
  10. Fjórðungsþing – þinggerð 65. – til kynningar
  11. Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga fundur 891 frá 20.11.20
  12. Hafnarsamband Íslands, fundur 428 frá 13.11.20
  13. Minnisblað Samtaka sjávarútvegssveitarfélaga, samkeppnisstaða innlendrar fiskvinnslu – til kynningar
  14. Umsögn um hafnarlög – til kynningar
  15. Tillaga að breyttu aðalskipulagi Reykhólahrepps vegna vindorkuvers í landi Garpdals – til kynningar.

 

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Jón Gísli Jónsson

Ásta Þórisdóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Pétur Matthíasson

Bókavíkin farsæl

| 02. desember 2020
Uppstillingin er eftir yngri hóp félagsmiðstöðvarinnar Ozon
Uppstillingin er eftir yngri hóp félagsmiðstöðvarinnar Ozon
#Bókavík er nú afstaðin og vakti hún heldur betur lukku.
Allir opnir viðburðir fóru fram í gegn um Facebook, má þar nefna höfundakynningar, vísubotnun og upplestra á fjölbreyttu efni fyrir allan aldur og á fjölmörgum tungumálum. Auk þess veitti Bókavík innblástur í hin ýmsu verkefni í skólum og frístundastarfi sveitarfélagsins....
Meira

Það sem hafa þarf í huga yfir hátíðarnar vegna COVID-19

| 30. nóvember 2020


Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir hafa gefið út leiðbeiningar vegna aðventu, jóla og áramóta 2020.

Þær eru að finna hér: https://www.covid.is/undirflokkar/jolahatidin-2020

Höldum haus, stöndum saman

| 29. nóvember 2020

Kæru íbúar Strandabyggðar,

 

Nú þrengir að á svo margan hátt.  Covid-19 faraldurinn virðist enn á ný í vexti, niðurskurður og aðhald liggja fyrir hvað varðar rekstur sveitarfélagsins og veturinn er farinn að minna vel á sig.  Við vissum reyndar að það kæmu vond veður þennan vetur sem aðra, en hitt sáum við ekki fyrir.

 

Covid-19

Það er mjög viðkvæmur tími núna, að sögn sóttvarnaryfirvalda.  Hættan á að missa tökin verulega er til staðar.  Aðdragandi jólanna, bæjarferðir, útsölur, afsláttarhelgar kalla á samkomur og aukin samskipti fólks. 

 

Höfum samt í huga að Jólin koma, hvað sem biðröðum og afsláttar samkomum líður.  Og það er alfarið okkar að skapa það andrúmskoft sem fylgir Jólahátíðinni, ekki verslunarinnar.  Förum varlega, hugleiðum hvort bæjarferðir og biðraðir séu þess virði.  Jólin koma eftir sem áður.

 

Niðurskurður og aðhald

Eins og gerð hefur verið grein fyrir, blasir nú við sveitarfélaginu mikil tekjuskerðing vegna niðurskurðar á framlögum Jöfnunarsjóðs.  Þrátt fyrir að um 17 milljónir hafi komið tilbaka sem stuðningur frá ríkinu, er skerðingin engu að síður tugir milljóna eða 50-60 milljónir; miklu meira en okkar fjárhagur þolir.  Fjárhagsáætlun fyrir 2021 fram til 2024 ber þess líka merki að leiðrétting á þessum tekjumissi er ekki í augsýn.   Næstu ár verða einfaldlega mjög erfið.

 

Til að mæta þessari stöðu, þarf að ráðast í erfiðar aðhalds- og niðurskurðaraðgerðir.  Sumt er þegar komið til framkvæmda en aðrar aðgerðir taka gildi um áramót.  Við munum sjá niðurskurð í snjómokstri, skerðingu á opnunartíma stofnana sveitarfélagsins, frestun eða stöðvun viðhalds og framkvæmda, almennan niðurskurð og hert kostnaðaraðhald í stofnunum sveitarfélagsins, takmörkun á mannaráðingum og yfirvinnu o.s.frv.  Endanlegur listi liggur ekki fyrir, en sveitarstjórn mun taka sínar ákvarðandi á næstu vikum og þá verður endanlegur aðgerðalisti kynntur íbúum.

 

Sveitarstjórn hefur hingað til lagt meginaherslu á að raska sem minnst því þjónustustigi sem við höfum byggt upp í Strandabyggð.  Nú er hins vegar ljóst að skerðing á þjónustu er óhjákvæmileg og er þar vísað í t.d. snjómokstur, opnunartíma stofnana og frestun framkvæmda.  Allar frekari hagræðingaraðgerðir, eins og uppsagnir, sameingingar stöðugilda eða þess háttar, eru ekki til umræðu núna. 

 

Höldum haus, stöndum saman

Þetta er staðan.  Nær öll sveitarfélög á landinu skila nú tapi og horfa á erfið næstu ár.  En, það gildir í þessu sem og öllu öðru mótlæti, að trúa því að það taki enda.  Halda haus! Við munum ná okkur á strik aftur, það er ekki spurning.  Gleymum því heldur ekki, að í kreppu verða alltaf til tækifæri

 

Hingað til höfum við bara rætt um það að draga úr kostnaði, en það eru tvær hliðar á þessu eins og öllu öðru.  Hin hliðin er að auka tekjurnar.  Hér í Strandabyggð eru mikil tækifæri, t.d. í ferðaþjónustu, ef við horfum til lengri tíma.  Haftengd ferðaþjónusta er td augljóst tækifæri í Strandabyggð; kayak leiga, sjóstangaveiði, útsýnissiglingar o.s.frv.   Við sjáum líka tækifæri í að fá hingað skemmtiferðaskip og bjóða upp á ótal ferðir fyrir farþega í Strandabyggð og nágreni.  Hér eru stórkostleg söfn, einstök náttúra, gönguleiðir, gistiaðstaða, tjaldsvæði, sudlaug, gisti- og veitingahús o.s.frv.  Hér er líka mikið tækifæri hvað varðar skíðagöngu og æfingar eða námskeið tengd því.  Tækifærin eru hér; við þurfum bara að nýta þau og koma þeim á framfæri.

 

Við þurfum að auka við okkar tekjustofna til að forðast þá stöðu sem við erum í núna, að vera svona háð t.d. framlögum Jöfnunarsjóðs.  Það er ekki gott að framlög sjóðsins séu að jafnaði 45-50% af okkar tekjum.  Við þurfum að hugsa út fyrir rammann, skoða nýjar atvinnugreinar, ný tækifæri, nýja sókn!  Ég hef hvatt sveitarstjórn til að hugsa út fyrir rammann og hvet ykkur líka, kæru íbúar.  Hugsum stöðuna upp á nýtt

 

Hvernig Strandabyggð viljum við eftir 5 ár, 10 ár, 20 ár?

 

Kveðja

Þorgeir Pálsson

Sveitarstjóri í Strandabyggð

 

 

Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón