Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd, fundur nr. 88, 29.09.2025
Tómstunda, íþrótta- og menningarnefnd - fundur nr 88.
Mánudaginn 29. september 2025 var 88. nefndarfundur TÍM nefndar haldinn í Ráðhúsi Strandabyggðar á Hólmavík. Hófst fundurinn kl. 16:30. Eftirtaldir nefndarmenn sátu fundinn: Júlíana Ágústsdóttir formaður, Jóhann Björn Arngrímsson, Magnea Dröfn Hlynsdóttir og Jóhanna Guðbjörg Rósmundsdóttir. Þórdís Karlsdóttir boðaði forföll. Tómstundafulltrúi Andri Freyr Arnarsson sat einnig fundinn og ritaði fundargerð.
Fundardagskrá er svohljóðandi:
1. Frístundastyrkir 2025, sjá samantekt í minnisblaði frá skrifstofstjóra
2. Fjárhagsáætlun 2026, sjá samantekt í minnisblaði frá skrifstofstjóra
3. Samantekt á sumarstarfi, kynning frá tómstundafulltrúa
4. Önnur mál
Þá var gengið til dagskrár:
1. Frístundastyrkir 2025-2026.
Nefndin leggur til að frístundastyrkur frá september 2025 til ágúst 2026 verði 40 þúsund krónur á hvert barn, sem kemur þá til útborgunar í september 2026. Aldursviðmið iðkenda verði lækkað niður í börn fædd 2021, vegna aukins framboðs íþrótta fyrir börn á leikskólaaldri, sbr skíða- og línuskautaæfinga á vegum Skíðafélagsins og íþróttaskóla á vegum Geislans.
Með þessari tillögu viljum við auka jöfnuð allra barna í Strandabyggð.
2. Fjárhagsáætlun 2026
Nefndin leggur til að fjárhagsliður 0689 (aðrir styrkir) hækki um 450.000 til þess að mæta hækkun og breyttu aldursviðmiði. Nefndin sér ekki annað en að aðrir liðir séu einnig með eðlilega hækkun milli ára.
3. Samantekt á sumarstarfi, kynning frá tómstundafulltrúa
Tómstundafulltrúi kynnti nefndinni sumarnámskeið á vegum tómstundafulltrúa.
Haldin voru 3 vikulöng námskeið;
Ungmennafélagið Geislinn var með útivistar- og leikjanámskeið.
Tómstundafulltrúi sá um myndlistarnámskeið í samstarfi við myndlistarmanninn Einar Lúðvík Ólafsson, þar sem þátttakendur máluðu veggverk sem prýðir vegg fiskvinnslunnar Vilja.
Tómstundafulltrúi sá um tónlistarnámskeið ásamt tónlistarmanninum Arnljóti Sigurðssyni, þar sem þátttakendur prófuðu alls kyns hljóðfæri, samsetningar hljóða og sköpun tónlistar. Í lok námskeiðsins héldu þátttakendur tónleika á frumsömdu efni sem þau sköpuðu á
námskeiðinu.
Fáir umsækjendur sóttu um sumarstörf í vinnuskóla, því var þeim umsækjendum raðað í hin ýmsu störf á vegum Strandabyggðar. Til dæmis sem aðstoð við sumarnámskeið, vinnu í áhaldahúsi, leikskóla og Sorpsamlagi.
4. Önnur mál
a. Sparkvöllurinn við Grunnskólann
Skipta þarf um gervigras og kurl. Kurlið er farið að skemma innviði skólanns, föt og skó barna. Þá er óljóst hversu heilsuspillandi kurlið er og nýtt kurl þyrfti að uppfylla kröfur um að vera ekki heilsuspillandi. Þá þarf að bæta öryggi barnanna sem allra fyrst með því að setja upp net eða grindverk til varnar þess að boltinn renni niður gegnum tvö af hættulegustu
gatnamót þorpsins. Nefndin leggur til að þegar farið verði í þessar framkvæmdir, að skoða kostnað við að leggja hitalagnir undir nýja gervigrasið.
b. Nefndin ræddi stöðuna á Lilla róló.
Fundi slitið kl: 18:01