A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd, fundur 9.10.2025

Fundargerð
Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar fimmtudaginn 9. október 2025, kl. 17:00. Að Hafnarbraut 25, á Hólmavík.

Fundinn sátu: Matthías Sævar Lýðsson formaður, Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir, Atli Már Atlason, Ragnheiður Gunnarsdóttir, Marta Sigvaldadóttir, Grettir Örn Ásmundsson byggingarfulltrúi og ritar hann fundargerð og Hlynur Torfi Torfason skipulagsfulltrúi sat fundinn í fjarfundarbúnaði.

Dagskrá er eftirfarandi:

1. Umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu að Borgabraut 21.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina og fela byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

2. Umsókn um byggingarleyfi, breytt notkun mannvirkis að Víðidalsá útihús.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina og fela byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

3. Umsókn um byggingarleyfi, breytt notkun mannvirkis að Broddanesi IV.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja umsóknina og fela byggingarfulltrúa að afgreiða málið.

4. Gjaldskrá byggingarleyfi ofl.
Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að fara betur yfir gjaldskránna með tvítekningar þar á meðal 3.1.3. og uppfæra hana í samræmi við byggingarvísitölu

5. Önnur mál.
a. Ragnheiður Gunnarsdóttir vill vekja athygli á slæmu ásigkomulagi á götunni í Austurtúni, mikið um holur og mögulegar slysagildrur.

Fundi slitið kl 18:00

Facebook

Vefumsjón