A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Fræðslunefnd, fundur 24.09.2025

Fundargerð fræðslunefndar Strandabyggðar haldinn í Hnyðju, Höfðagötu 3, miðvikudaginn 24. september 2025. Fundur hófst kl 16.31. Mætt voru Vignir Rúnar Vignisson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Steinunn Magney Eysteinsdóttir, Hrafnhildur Þorsteinsdóttir í stað skólastjóra, Hrafnhildar Guðbjörnsdóttur, Jóhanna B. Ragnarsdóttir frá leikskóla, Kristín Anna
Oddsdóttir fulltrúi foreldra, Magnea Dröfn Hlynsdóttir frá grunnnskóla og Þorgeir Pálsson sem ritaði fundargerð. Fundinn sat einnig Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson frá Ásgarði, í fjarbúnaði.

Fundardagskrá:
1. Starfsáætlun - kynning
2. Skýrsla um innra mat - kynning HG
a. Umbótaáætlun - langtíma og ársáætlun 2 kynning HG
b. Fundaáætlun gæðaráðs -kynning HG
3. Starfsþróunaráætlun
4. Skólareglur drög
5. Kynning á fyrirhugðum samræmdum mælingum frá MMS
6. Staðan á endurskoðaðri menntastefnu – kynning frá Gunnþóri.

Formaður bauð fundarmenn velkomna og kallaði eftir athugasemdum við fundarboðun.
Engar athugasemdir voru gerðar.

Umræða:
Gunnþór Eyfjörð frá Ásgarði, óskaði eftir að fá að byrja á að kynna stöðu varðandi gerð
skóla-/menntastefnu, sbr lið 5 og varð formaður við þeirri beiðni. Röðun dagskrárliða
breyttist því í samræmi við það.

1. Staðan á endurskoðaðri menntastefnu – kynning frá Gunnþóri

Formaður gaf Gunnþóri orðið. Gunnþór rakti ferlið frá því í mars 2025. Kallað hefur verið eftir upplýsingum fá íbúum og skólasamfélaginu og með það í huga að endusrkoða fyrri stefnu frá 2015. Góður íbúafundur var haldinn, kannanir lagðar fyrir og nú komin fyrstu drög að nýrri menntastefnu. Ákveðið að leggja drögin fyrir fræðslunefnd núna. Framundan  eru síðan kynningar í leik- og grunnskóla 1. október n.k., auk kynninga fyrir foreldrum og síðast sveitarstjórn. Eftir það fara drögin á heimasíðu sveitarfélagsins til frekari rýni íbúa. 

Gunnþór fór lauslega yfir inntak og útlit fyrri stefnu frá 2015. Búið að rýna innihald þessarar stefnu og endurgera. Einnig kom Gunnþór inn á allar þær breytingar í skólaumhverfinu sem hafa orðið frá þessum tíma og tiltók að tekið sé mið af þeim. 

Gunnþór nefndi innleiðngaráætlunina, sem er enn í mótun, en er þó langt komin. 

Framtíðarsýn Sveitarfélagsins er ætlað að ná utan um og lýsa því umhverfi sem skólaumhverfið muni búa við í Strandabyggð í framtíðinni.


Formaður tók til máls og nefndi að reynt væri að einfalda og skýra orðalag stefnunnar. Hvað markmiðasetningu varðar nefndi formaður að markmiðasetning í þessu sambandi væri oft erfið og ekki eins fastmótuð í tíma og rúmi eins og markmið almennt eiga að vera. Eins ætti eftir að setja myndefni inn í skýrsluna.

Guðfinna Lára tók til máls og hefði kosið að geta lesið þennan texta fyrr. Formaður sagði að það væri ekkert því til fyrirstöðu að ræða drögin aftur eftir að allir nefndarmenn hefðu lesið drögin. Gunnþór staðfesti það. Magnea Dröfn tók undir þetta og vill fá að lesa til að geta tjáð sig.

Formaður staðfesti að gögnin verði gerð aðgengileg og rædd aftur á næsta fundi
nefndarinnar.

2. Starfsáætlun - kynning
Formaður gaf Hrafnhildi Þorsteinsdóttur orðið. Hrafnhildur rakti innihald áætlunarinnar. Kom hún sérstaklega inn á nýja kennara, leiðbeinendur og aðra starfsmenn beggja skóla. Rétt að skoða upplýsingamiðlun hvað nýja starfsmenn varðar.

Sagði hún frá vinnu við að tengja skólahald í Árneshreppi við starfsemi skólans.

Hvað skóladagatal varðar þá er gjarnan um hefðbundna daga og viðburði að ræða. Sumt er þó enn óljóst og enn í vinnslu. Aukin innleiðing á STEAM í grunnskóla.

Varðandi fundi þá verða innleiddir fundir meðal kennara til að skerpa nálgun og efnistök í kennslu. Annað svipað.

Steinunn spyr; hvernig verður með krakka sem eru að fara í meistarahóp? Hrafnhildur svaraði því með vísan í tíma hjá kennurum. Jóhanna kom einnig inn í þessa umræðu m.t.t. starfsins í leikskólanum.

Guðfinna Lára spyr hvernig því verði mætt að skólasetning frestaðist. Formaður kannar þetta hjá skólastjóra og upplýsir.


Starfsáætlun hefur hér með verið lögð fram fyrir fræðslunefnd til kynningar.

3. Skýrsla um innra mat - kynning
Formaður gaf Hrafnhildi Þorsteinsdóttur orðið.

a. Umbótaáætlun - langtíma og ársáætlun 2 kynning
Hrafnhildur rakti stuttlega helstu áherslur þessa skólaárs og næstu ára. Áætlunin lögð fram til kynningar.

b. Fundaáætlun gæðaráðs –kynning
Guðfinna Lára spyr um skipan í ráðið og hvort búið sé að uppfæra skólaráð? Hrafnhildur svarar því til að búið sé að velja fulltrúa skólans en að foreldrafélagið sé eftir, sem og að fá fulltrúa nemenda. Þetta er sem sagt í vinnslu. Guðfinna Lára spyr einnig hvort þarna séu bara nemendur á unglingastigi og hvernig valið sé? Því er svarað þannig að kosning fari
fram á nemendaþingi og sé að öðru leyti í höndum skólastjóra.

Áætlunin lögð fam til kynningar.

4. Starfsþróunaráætlun
Formaður gaf Hrafnhildi Þorsteinsdóttur orðið. Hún sagði áætlunina hafa það markmið að bæta gæði kennslu og náms í skólanum. Hún fór yfir áhersluþætti hvers mánaðar og kemur Ásgarður þar inn til aðstoðar.

Formaður sagði frá hugmyndum um nýtingu á eldri hluta grunnskólans, m.t.t. þróunar náms og aðlögun að þróun tækniumhverfis og gervigreindar.

Áætlunin lögð fam til kynningar.

5. Skólareglur drög
Formaður gaf Hrafnhildi Þorsteinsdóttur orðið. Helst er um orðalags breytingar að ræða í anda farsældarinnar. En efnislega eru ekki miklar breytingar.

Drögin lögð fram til kynningar.

6. Kynning á fyrirhugðum samræmdum mælingum frá MMS
Formaður gaf Hrafnhildi Þorsteinsdóttur orðið. Hún sagði frá lesfimi prófi, nýjum nemendagrunni (Frigg) og nýjum verkferlum MMS. Frekari kynning framundan. Hrafnhildur kom inn á samræmd stöðu- og framvindupróf í 4. bekk og eldri. Hér verður prófið lagt fyrir 4, 6 og 9 bekk. Prófin eru í stærðfræði og lesskilningi.

Fundargerð lesin og fleira ekki rætt. Fundi slitið kl 18.20. Ritari sendir fundargerðina á nefndarfólk til rafrænnar undirskriftar.

Þorgeir Pálsson, formaður, ritari

Facebook

Vefumsjón