Valmynd

Könnunin

Vešurstofa Ķslands

Vegageršin

Dęgradvöl

Fyrsta lošnan į leišinni til Vopnafjaršar.

Venus lög af staš til Vopnafjaršar meš Lošnu
Venus lög af staš til Vopnafjaršar meš Lošnu
Fyrsta loðnan sem berst til Vopnafjarðar á þessari vertíð kemur á morgun. Venus er lögð af stað með 560 tonn. Biðin er orðin löng en ekki hefur verið unnin loðna síðan 2018.

Miklum afla landaš į Vopnafirši į einni viku.

Siguršur VE 15
Siguršur VE 15

Guðrún Þorkelsdóttir kom með um 1500 tonn af Kolmunna á Þriðjudaginn fyrir viku,  síðan kom hún Venus með 2300 tonn og Víkingur landaði svo í fyrradag 2500 tonnum. Sigurður VE 15 er svo að koma til löndunar um miðnættið með 2700 tonn, samtals rúmlega 9000 tonn. Elstu menn muna ekki annað eins af lönduðum fiski á einni viku hér á Vopnafirði. Þetta væri ekki hægt nema að fisk-mjölsverksmiðjan gangi á fullum afköstum en hún getur unnið úr um 1300 tonnum á sólarhring. Til að vinna þennan afla þarf orku og fyrir nokkrum árum var eingöngu notast við jarðefnaeldsneyti (olíu) en núna er notuð 15 megavött af  rafmagni. Til að setja þetta í samhengi þá notar allur Vopnafjörður 4 megavött á góðum degi. En eins og fyrr sagði þá er það glæsilega systurskip Venusar og Víkings, Sigurður VE að að landa hér næsta sólarhringinn.

 

Tilkynning frį RARIK

Rafmagnstruflanir
Rafmagnstruflanir
Rafmagnstruflanir geta orðið frá kl 08:00 til kl 19:00 dagana 2-5 Nóvember í Vopnafirði, Borgarfirði, Seyðisfirði, Mjóafirði, Neskaupsstað og á Héraði. Vegna vinnu við háspennulínu Landsnets Eyvindará. Nánari upplýsingar veitir Svæðisvakt RARIK Austurlandi í síma 528 9790 og kort af svæðinu má sjá á www.rarik.is/rof

Vešurfréttir frį Vopnafirši.

« 1 af 3 »
Það er búið að vera austan fíla hér í Vopnafirði í morgun, fyrst með snjókomu og síðan slyddu um hádegi og núna rigningu. Óskað var eftir því að foreldrar kæmu til að sækja börn í skólann eftir hádegið og gekk það vel. Ekki er vitað um mikið tjón en girðingin við skólann gaf sig samt undan þunga krapa sem safnaðist í hana eftir hádegið og austan rokið setti hana um koll. Björgunarsveitin hefur ekki verið kölluð út í nein verkefni en hún fór þó í eitt lítið þjónustuverkefni fyrir Neyðarlínuna eftir hádegi.

Vopnfirsku heišarnar heilla.

Vopni 1 ,Vopni 2 og Vopni 3
Vopni 1 ,Vopni 2 og Vopni 3

Veður var nokkuð gott í dag í kringum Vopnafjörð og margir sem nýttu sér það og fóru eitthvað út.

Margir fóru á vélsleðum upp um fjöll og inn til heiða og aðrir fóru á jeppum. Félagar úr Vopna fóru meðal annars til þess að kanna snjóalög og huga að húsakosti sínum á fjöllum. Austara hús á Urðum var á sínum stað og allt í sómanum þar.

Það var bara nokkuð gott að vera sambandslaus á fjöllum í dag án þess að lesa eða heyra slæmar fréttir eins og hafa dunið á okkur undan farna daga. Vonandi fáum við ekki fleiri slæmar fréttir næstu vikurnar, þetta er komið nóg.
Hér eru nokkrar myndir frá deginum https://photos.app.goo.gl/htgoU6X8oiB2LWPV6

Sķša 1 af 105
Fęrslusafn frétta

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirlišabandiš

Enski
Enski
GylfiŽór Siguršsson er ķ byrjunarliši Everton sem heimsękir Southampton ķ ensku śrvalsdeildinni ķ knattspyrnu klukkan 14 ķ dag. Že...
Fleiri blogg

FréttaveiturVefumsjón