A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starfsstækifæri í Ozon

| 30. október 2020

Félagsmiðstöðin Ozon auglýsir eftir frístundaleiðbeinendum.
Ozon youth center is looking for youth workers - please be in touch if you are interested.



Helstu verkefni og ábyrgð
• Skipulag á félagsmiðstöðvarstarfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára.
• Leiðbeina bönum í leik og starfi.
• Samráð og samvinna við börn og unglinga.
• Starfsmenn standa vaktir í samráði við forstöðumanneskju.

...
Meira

#Hrekkjavík

| 29. október 2020
« 1 af 2 »
Nú er komið að því!

Fimmtudaginn 29. október er draugahús og hrekkjavökuveisla í Ozon og Frístund fyrir alla krakka á Grunnskólaaldri.

Föstudaginn 30. október verður hægt að hlusta á fræðslu um Klemus á Galdratúninu milli kl. 17 og 19.

Sama dag kl 18 verður slökkt á öllum götuljósum í tvær klukkustundir. Íbúar, vinnustaðir og stofnanir eru hvött til að skreyta glugga og garða og spila hræðilega tónlist svo að úr verði eitt heljarinnar draugabæli um alla Hólmavík. Íbúar geta þá notið hrikalegrar en þó öruggrar gönguferðar í tilefni dagsins.

Við hvetjum síðan fólk til að leyfa skreytingunum að standa fram yfir helgi svo hægt sé að njóta þeirra og klára bingóið sem sent var heim og fylgir hér sem mynd.

Endilega deilið myndum á samfélagsmiðlum og merkið #hrekkjavík

Stuðningur Foreldrafélags Grunnskólans og samstarf við Orkubú Vestfjarða og Galdrasýninguna á Ströndum gerir þetta mögulegt, takk fyrir.

Lokað fyrir vatnið í dag

| 29. október 2020

Kæru íbúar,

Vegna framkvæmda við inntak á Kópnesbraut verður lokað fyrir vatnið, fyrir innan klif fimmtudaginn 29. október frá klukkan 16:00. Getur lokunin staðið í  c.a. tvær klukkustundir.

Aukið öryggi á Innstrandavegi

| 29. október 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það er gleðiefni að geta sagt frá því að nú er í gangi vinna við löngu tímabærar og þarfar úrbætur í öryggismálum á Innstrandavegi, þjóðvegi 68.
  • Vegrið í Kollafirði.  Það hefur lengi verið kallað eftir auknu öryggi á veginum í Kollafirði, þar sem m.a. hefur ekki verið vegrið.  Nú er vinna við það verk hafin og þegar kominn talsverður kafli með vegriði.  Við væntum þess að verkið verði klárað á næsta ári, en gleðjumst umfram allt yfir því að það sé loksins hafið.  Gleymum því ekki að þessi vegur er hluti af atvinnusóknarsvæði Strandabyggðar og að auki fara skólabörn þarna um daglega, þessa dagana 
  • Lagfæring á vegi í Kollafirði.  Þeir sem keyra Kollafjörðinn (norðanmegin) þekkja vel, að þar hefur vegurinn sigið mikið frá því hann var lagður. Nú er unnið að mælingum og undirbúningi aðgerða sem miða að því að hækka veginn og koma í veg fyrr frekara sig
  • Ljós og auknar merkingar á brú og blindhæð við Hrófá.  Það hefur lengi verið rætt um þá hættu sem felst í því, að sé komið sunnan að sést ekki einbreið brú sem tekur við strax eftir blindæðina.  Þarna hafa ekki verið blikkandi ljós né merkingar, sem hefur skapað mikla hættu, enda hafa þarna orðið alvarleg slys og banaslys, síðast sumarið 2019.  Nú er komið blikkandi ljós og auknar merkningar og við reiknum með að lokaframkvæmdin verði síðan að lækka hæðina og skapa þannig beina sjónlínu í brúna
  • Umferðartalning. Þjónustustig ákvarðast af umferð og umfang umferðar byggir á talningum.  Við höfum lengi gert athugasemd við þá staðreynd, að þjónustustig á vegkaflanum frá Kollafirði að Hólmavík, byggir að miklu leyti til á teljara uppi á Ennishálsi.  Ljóst er að atvinnusóknarsvæðið og skólabarnaumferðin nær ekki þangað og því er sú talning lítt marktæk til að ákvarða þjónstu frá Kollafirði inn að Hólmavík. Nú er búið að setja upp fleiri teljara á þessari leið sem vonandi leiða til endurmats á forsendum þjónustustigs.
Við fögnum þessum úrbótum og þökkum um leið Vegagerðinni og starfsmönnum hennar fyrir þeirra þátt í þessu. Það er ekki við Vegagerðina að sakast þegar stjórnvöld skera niður fjármagn í vegaframkvæmdir.  Því miður er það svo, að sá niðurskurður byggir ekki alltaf á raunhæfu mati á aðstæðum, þróun atvinnusóknarsvæða, skólaaksturs, öryggismála o.s.frv. Það er því miður nauðsynlegt að þrýsta stöðugt á stjórnvöld hvað þetta varðar.

Vestfjarðaleiðin.  Það er mikilvægt að hafa í huga að Innstrandavegur er hluti af Vestfjarðaleiðinni.  Eins og segir á heimasíðu Vestfjarðastofu: "Ferðaþjónustan á Vestfjörðum hefur talað fyrir því að Vestfjarðahringurinn sem verður til við gerð Dýrafjarðarganga og veg yfir Dynjandisheiði verði skilgreindur sem ferðamannaleið. Ferðamannaleiðin hefur fengið nafnið Vestfjarðaleiðin og er með henni verið að skapa nýtt aðdráttarafl fyrir Vestfirði og Ísland sem byggir á upplifun og afþreyingu". 

Fögnum þessum úrbótum en höldum baráttunni áfram, svo lengi sem þess þarf.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri í Strandabyggð

Vegagerð í Strandabyggð

| 29. október 2020
« 1 af 3 »
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það er gaman að segja frá því að nú er unnið að vegagerð á veginum upp að virkjun, eins og myndirnar sýna.  Strandabyggð fékk styrk úr Styrkvegasjóði Vegagerðarinnar og var honum ráðstafað í lagfæringu á veginum niður í Skeljavík, á Tröllatunguheiði og veginum upp að virkjun.

Allt eru þetta þarfar úrbætur og við fögnum þeim.

Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri í Strandabyggð
Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón