Frestur til að sækja um styrk
Meira
Í gangi er nú vinna hjá sveitarfélaginu við endurskoðun stöðuleyfa og innheimtu gjalda vegna þess. Verður allt ferlið endurskoðað og öll innheimta gjalda gerð einfaldari og skilvirkari.
Hvað er stöðuleyfi?
Sækja þarf um stöðuleyfi til að láta tilgreinda lausafjármuni standa lengur en tvo mánuði utan þeirra svæða sem sérstaklega eru skipulögð og ætluð til geymslu slíkra lausafjármuna, samanber 1. mgr. 2.6.1. gr. byggingarreglugerðar. Þeir hlutir sem falla undir ákvæði um stöðuleyfi eru t.d.:
Hér er sem sagt átt við þessa hluti, ef þeir standa utan gáma- og geymslusvæðis eða annara skipulagðra svæða, lengur en tvo mánuði.
Hvernig á að sækja um?
Ferlið við umsóknir um stöðuleyfi er eftirfarandi:
Við munum á næstunni fara vel í gegn um leyfisveitingar og ganga frá formlegum skráningum. Hugsanlega þarf að gera einhverjar leiðréttingar. Við vonumst eftir skilningi og samstarfsvilja þeirra sem fengið hafa leyfi sem og þeirra sem ekki hafa fengið formleg leyfi en eru engu að síður með muni í geymslu utan hefðbundinna geymslusvæða.
Kveðja
Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar
Tilkynning um sóttvarnarráðstafanir og ferðatakmarkanir á landamærum Íslands. (ATH! in english below)
Íslenska
Aðgerðir íslenskra stjórnvalda til þess að fyrirbyggja að kórónaveiran (COVID-19) berist með farþegum til landsins.
I) SÓTTVARNARRÁÐSTAFANIR
Þann 15. janúar 2021 tók gildi ný reglugerð um sóttkví og einangrun og sýnatöku við landamæri Íslands vegna COVID-19 nr. 18/2021 og gildir hún til 30. apríl 2021. Á sama tíma féll úr gildi reglugerð nr. 1199/2020.
...