Hörmungardagar í nánd
Nú þegar liggur fyrir að ungmenni ætla að leggja góðgerðarmálum lið, nýtt leikverk um dauðadóm verður frumflutt, tónleikar með sorgarlögum verða fluttir ásamt því að barsvar og fleira verður í boði. Vitanlega allt í samræmi við gildandi sóttvarnarreglur.
Öllum er frjálst að skipuleggja viðburð á hátíðinni og leita sér ráðlegginga við skipulag á þeim. Við hvetjum stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að nýta sér þetta tækifæri til að nálgast hefðbundin verkefni á nýjan hátt þannig að eftir verði tekið eða skapa eitthvað nýtt. Allar hugmyndir má senda á tomstundafulltrui@strandabyggd.is