A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kjörbúðin hefur opnað fyrir umsóknir um samfélagsstyrki

| 17. mars 2021

Kjörbúðin hefur nú opnað fyrir umsóknir um samfélagsstyrki fyrir árið 2021. Opið verður fyrir umsóknir til 10. apríl næstkomandi og hægt er að nálgast umsóknarformið á vefsíðu verslunarinnar.

„Samfélags ábyrgð er mikilvægur þáttur í allri starfsemi Samkaupa og er samþætt með öllum verslunum fyrirtækisins. Einn af þeim þáttum sem okkur þykir hvað mikilvægastir í þeim efnum er að gefa til baka til samfélagsins og vænlegast þykir okkur að styrkja hin ýmsu samfélagsverkefni,“ segir Gunnar Egill Sigurðsson, framkvæmdarstjóri verslunarsviðs Samkaupa.


Megin áhersla Kjörbúðarinnar í styrktarmálum er að styðja við verkefni í nærsamfélögum verslunarinnar, en Kjörbúðin rekur 15 verslanir víðsvegar um landið.

...
Meira

Sumarstörf 2021 - Summerjobs 2021

Salbjörg Engilbertsdóttir | 17. mars 2021

Umsóknarfrestur framlengdur til 25. apríl nk.  

Enn vantar í nokkurmikilvæg störf:  Umsjónarmann vinnuskóla og umhverfis, Íþróttamiðstöð, Áhaldahús, umsjón með sumarnámskeiðum, leikskóla og liðveislu með börnum og atvinnu með stuðningi. 


Sveitarfélagið Strandabyggð auglýsir eftir starfsmönnum í sumarstöf hjá stofnunum sveitarfélagsins sumarið 2021. Um er að ræða eftirtalin störf við þessar deildir:

Strandabyggð is open for applications for summer jobs in the municipality.

-Íþróttamiðstöð Strandabyggðar - Sportcenter and campsite

-Áhaldahús Strandabyggðar - Maintenance team

-Umsjónarmaður vinnuskóla Strandabyggðar og umhverfisverkefnum - Work school leader and environmental projects

-Leikskóli - Ath! lokað er á leikskóla í 5 vikur / Kindergarden (closed for 5 weeks during summer)
-Félagsþjónusta - Liðveisla með fötluðum börnum /Social serviced - assistance with children with special needs
-Félagsþjónusta - Liðveisla í atvinnu með stuðningi / Social services - Employment with assistance

-Félagsþjónusta - heimaþjónusta / Social services - home assistance
-Vinnuskóli Strandabyggðar 13-17 ára - Work school for children

Information/Upplýsingar um störfin má nálgast hér.

Hægt er að skila umsóknum beint inn í gegnum google forms með þessari slóð hér (apply via google forms) en eyðublað sem hægt er að prenta út og fylla út í er birt hér

 

Umsóknum skal skilað á skrifstofu Strandabyggðar að Höfðagötu 3 og er umsóknarfrestur út 6.apríl. Jafnframt er hægt að senda umsóknir í tölvupósti á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is. Á umsókn skal koma skýrt fram um hvaða starf er sótt. Ef sótt er um fleiri en eitt starf skal koma fram hvaða starf er fyrsti valkostur og hvað er til vara. Jafnframt skal taka fram ef viðkomandi getur ekki unnið allt sumarið og þá hvenær starfsmaðurinn þarf frí.  Further information at the office at Hafnarbraut 25, 451-3510 or by email on strandabyggd@strandabyggd.is


Athugið að Strandabyggð er tóbaks- og vímuefnalaus vinnustaður og athugið að þau störf sem krefjast þess að unnið sé með börnum og ungmennum er krafa um hreint sakavottorð.  We are tobacco and drugfree workplace and jobs with children will require clean criminal record.

 

Umsóknareyðublöð um störf hjá Strandabyggð má finna hér. (Apply on paper)

 

Heilbrigðisstofnun Vesturlands Hólmavík óskar eftir starfsmönnum í sumarafleysingar

| 15. mars 2021

Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Hólmavík auglýsir eftir matráð í eldhús í vetrar og sumarafleysingar frá 1 apríl til 1 september 2021. Einnig starfsmönnum  í 60 til 90% starf frá ca 20. maí til ca 21. ágúst 2021 eða eftir nánara samkomulagi, við umönnun aldraðra og önnur tilfallandi störf. Um er að ræða vaktavinnu.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi ríkisins við viðkomandi stéttarfélag.

...
Meira

Tillaga að starfsleyfi Háafells ehf. í Ísafjarðardjúpi

| 15. mars 2021

Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Háafell ehf. vegna sjókvíaeldis laxfiska í Ísafjarðardjúpi. Um er að ræða eldi með allt að 6.800 tonna hámarkslífmassa á hverjum tíma. Háafell ehf. hefur verið með starsleyfi fyrir 7.000 tonn af regnboga og þorski í Ísafjarðardjúpi....
Meira

Engin Góugleði í ár!

| 10. mars 2021

Frá Góunefnd:

Kæru íbúar Strandabyggðar og aðrir velunnarar. Hér með tilkynnir Góunefndin að Góugleði í Strandabyggð 2021 er frestað og boðum við til Risa-Góugleði að ári.

Þrátt fyrir einhverjar tilslakanir undanfarið, þá sýnist okkur samt langt í að hægt verði að halda alvöru Góugleði. Þróunin síðustu daga sýnir okkur líka hversu viðkvæm staðan er í raun og því er þessi ákvörðun tekin.

Góan fer samt ekkert, hún bíður bara!

Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón