A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Jólakveðja frá Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 23. desember 2015

Um leið og við tilkynnum að skrifstofa Strandabyggðar verður lokuð á aðfangadag og gamlársdag sendum við öllum hugheilar jóla og nýárskveðjur.


Gleðileg jól!

Jólabingó

| 17. desember 2015
Í dag 17. desember var áætlað að halda jólabingó á vegum félagsmiðstöðvarinnar Ozon en því hefur verið frestað vegna veðurs. Jólabingóið verður haldið þriðjudaginn 22. desember í staðinn kl. 17:00. Spjaldið verður selt á 500 kr og svo verður veitingasala á staðnum með drykki og vöfflur í boði. 

Val á íþróttamanni- eða konu Strandabyggðar

| 17. desember 2015
Samkvæmt reglugerð um útnefningu á íþróttamanni eða -konu ársins hefur Tómstunda- íþrótta- og menningarnefnd umsjón með valinu á ári hverju. Senda skal tilnefningar og stuttan rökstuðning á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is eigi síðar en sunnudaginn 10. janúar. Allir mega senda inn tilnefningu og frjálst er að nefna fleiri en einn aðila en viðkomandi þurfa að hafa haft lögheimili í Strandabyggð á síðastliðnu ári. Upplýst........
Meira

Jólatónleikar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 16. desember 2015

Jólatónleikar verða haldnir n.k. sunnudagskvöld í Hólmavíkurkirkju og hefjast tónleikarnir kl. 20.00.  Fram koma Kvennakórinn Norðurljós, Kór Hólmavíkurkirkju og Leikfélag Hólmavíkur.  Á efnisdagskrá er söngur og upplestur og tilvalið að taka frá stund í jólaamstrinu til að hlusta og njóta. 

Aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum sem renna til Fjölskylduhjálpar Íslands.

Allir hjartanlega velkomnir

Litlu jól Grunnskólans á Hólmavík

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 16. desember 2015
Litlu jólin verða í Félagsheimilinu 17. desember, klukkan 13:00 - 15:00. Nemendur grunnskóla, tónskóla og elstu nemendur leikskóla sýna leik, söng og dansatriði á sviðinu. Að því loknu verður gengið í kringum jólatréð undir tónlistarflutningi hljómsveitarinnar Grunntóns sem skipuð er starfsmönnum skólanna. Jólasveinarnir láta sig ekki vanta og hafa boðað komu sína.

Allir eru hjartanlega velkomnir!
Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón