A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Stefnumótun Strandabyggðar 2016

Salbjörg Engilbertsdóttir | 22. janúar 2016


Takk fyrir góða þátttöku, kæru íbúar Strandabyggðar.  Alls bárust hátt í 50 svör við skoðanakönnuninni sem send var út nýlega, vegna stefnumótunarvinnu sveitarfélagsins.  Þetta er um 30% svörun, sem er gott og framar okkar vonum.  Þeir sem enn vilja skila svari, geta gert það á skifstofu Strandabyggðar í Hnyðju eða á netfang Þorgeirs Pálssonar; thorp@thorpconsulting.is

 

Nú hefst vinna við að greina þessi svör og síðan er stefnan sú, að í lok febrúar eða byrjun mars verði íbúafundur, þar sem niðurstöður verða kynntar og ræddar.  Þar mun ykkur gefast tækifæri til að koma skoðunum ykkar og hugmyndum á framfæri.

Rekstrasjón Kvennakórs Norðurljósa

| 21. janúar 2016

Tengill á auglýsingu.
Kvennakórinn Norðurljós ætlar næstkomandi sunnudag að halda Rekstrasjón í félagsheimilinu á Hólmavík. Rekstrasjón var heiti yfir skemmtanir sem oft voru haldnar um miðjan dag á sunnudögum en þar var dansað og boðið upp á kaffiveitingar. Nú ætlar kvennakórinn að bjóða upp á þannig skemmtun milli kl. 16 og 18 sunnudaginn 24. Janúar. Gulli Bjarna og Guðmundur Ragnar spila á nikkurnar, Steini Fúsa stjórnar rosalegu bögglauppboði og kaffiveitingar verða til sölu á vægu gjaldi. Skemmtunin er fyrir allan aldur og er miðaverðið 1000 kr. f. fullorðna, 500 kr. F. 10-17 ára og frítt inn fyrir yngri.  Ekki er tekið við kortum.

Samtakamátturinn virkjaður!

| 20. janúar 2016

Svæðisskipulag - sameiginleg sóknaráætlun Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar!   


Sveitarstjórnir Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar hafa ákveðið að taka höndum saman um að stuðla að eflingu atvinnulífs og þar með byggðar á svæði sínu. Sveitarfélögin hafa haft með sér samstarf af margvíslegum toga. Samgöngubætur um Arnkötludal hafa styrkt svæðið betur sem heild og skapað tækifæri til enn frekari samvinnu sem skilað gæti byggðunum meiri árangri en ella.

...
Meira

Íþróttamaður ársins

Salbjörg Engilbertsdóttir | 19. janúar 2016
Rósmundur Númason íþróttamaður ársins 2015 og Vala Friðriksdóttir handhafi hvatningarviðurkenningar 2015. Ljósm.Jón Jónsson
Rósmundur Númason íþróttamaður ársins 2015 og Vala Friðriksdóttir handhafi hvatningarviðurkenningar 2015. Ljósm.Jón Jónsson
« 1 af 2 »
Íþróttamaður ársins 2015 í Strandabyggð var valinn í gær en Íþróttamaður ársins  skal valinn í janúar ár hvert.  Hann/hún þarf ekki að vera bundinn íþrótta- eða ungmennafélagi og er valið í höndum Tómstunda -íþrótta og menningarnefndar að undangengnum tilnefningum frá almenningi.  Á sama hátt og nefndin velur íþróttamann ársins er heimilt að velja einstakling eldri en 12 ára sem hlýtur hvatningarverðlaun en þau eru veitt íþróttamanni sem sýnir ríkan áhuga á sinni íþróttagrein, er góður félagi og góð fyrirmynd. Hvor um sig slítur viðurkenningarskjal og blómvönd en auk þess veitir Íþróttafélag lögreglumanna á Hólmavík Íþróttamanni ársins farandbikar....
Meira

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1244 í Strandabyggð

| 15. janúar 2016

Fundur nr. 1244 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 19. janúar 2016, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík. Fundardagskrá er svohljóðandi:

...
Meira
Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón