A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Matjurtagarðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 13. maí 2015

Um leið og fer að vora fara margir að huga að garðyrkju og að koma útsæðinu niður. Strandabyggð hefur hug á að leiga út reiti í Skeljavík til grænmetisræktar á sanngjörnu verði og er um að ræða garða sem eru tilbúnir til niðursetningar, búið að tæta og með aðgangi að vatni.

Áhugasamir eru beðnir um að hafa samband á skrifstofu Strandabyggðar í síma 451-3510 eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is, til að sækja um reit til ræktunar.

Sundlaug lokuð vegna viðgerða

Salbjörg Engilbertsdóttir | 13. maí 2015

Vegna viðgerðar á vatnslögnum sundlaugar þarf að tæma laugina og verður hún vatnslaus frá og með mánudeginum 11. maí til og með föstudeginum 15. maí.

Mánudaginn 11. maí fer einnig fram viðgerð á busllauginni og verður síðan vatni hleypt á hana í lok vikunnar.

Vonandi verður vorið komið þegar sundlaugin og busllaugin eru tilbúnar.

Góð þátttaka á íbúafundi um skólastefnu

| 12. maí 2015
Þriðjudaginn 5. maí síðastliðinn var efnt til íbúafundar um skólastefnu Strandabyggðar. Vel var mætt til fundarins sem haldinn var í félagsheimilinu á Hólmavík. Í hléi var boðið upp á kaffi og vöfflur með rjóma en nemendur úr 10. bekk grunnskólans sáu um kaffið. Fyrir fundinum lágu drög að nýrri skólastefnu þar sem áhugasamir gátu kynnt sér efni hennar en á fundinum sjálfum var farið í vinnu þar sem þátttakendum var skipað í hópa og lagðar eftirfarandi spurningar fyrir hópana:...
Meira

Starfsmannamál - Íþróttamiðstöðin á Hólmavík

| 11. maí 2015
Gunnar S. Jónsson forstöðumaður Íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík hefur óskað eftir og fengið leyfi frá störfum vegna veikinda. Á næstu dögum verður auglýst eftir starfsmanni í afleysingar....
Meira

Þeir tóku viðtal við sveitarstjórann

| 11. maí 2015
Þessir ungu herramenn úr grunnskóla Hólmavíkur þeir Helgi, Svanur og Róbert heimsóttu mig á skrifstofuna í morgun. Þeit tóku þetta líka fína viðtal í tengslum við samfélagsfræðiverkefni sem þeir eru að vinna í skólanum og upplýsist þar m.a. hvað ég hyggst sýsla við þegar ég ver 63 ára. Þetta fannst mér skemmtilegt.
Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón