A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Dreifnámshús leigt til menningarverkefna

Salbjörg Engilbertsdóttir | 18. apríl 2016
Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið að nýta húsnæði dreifnámsdeildar FNV í sumar til útleigu fyrir menningarstarfsemi. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort þetta verði gert framvegis eða eingöngu horft til komandi sumars til reynslu....
Meira

Kynningarfundur verkefnisstjórnar rammaáætlunar

| 11. apríl 2016
Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnir drög að tillögu sinni að flokkun virkjunarkosta í Steinshúsi á Nauteyri í Ísafjarðardjúpi, 13. apríl nk, milli kl. 20-22. Á fundinum mun verkefnisstjórn kynna tillögudrögin og sitja fyrir svörum að kynningu lokinni. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Fundurinn er öllum opinn og ekki er þörf á að skrá sig....
Meira

Fundarboð - Sveitarstjórnarfundur 1247 í Strandabyggð

| 08. apríl 2016

Fundur nr. 1247 í sveitarstjórn Strandabyggðar verður haldinn í þriðjudaginn 12. apríl 2016, kl. 16.00 í Hnyðju, Höfðagötu 3 á Hólmavík.

 

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Erindi frá Samband íslenskra sveitarfélaga en á 836 fundi stjórnar sambandsins var samþykkt að kynna fyrir sveitarfélögum hugsanlegar breytingar á skipulagi og framkvæmd heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Dagsett 31/3/2016
  2. Fundargerð 383 í stjórn Hafnarsambands Íslands frá  1/4/2016 lögð fram til kynningar
  3. Fundargerð stjórnar Fjórðungssambands Vestfirðinga frá 21/3/2016 lögð fram til kynningar
  4. Fundargerð Ungmennaráðs Strandabyggðar frá 10/3/2016 lögð fram til samþykktar
  5. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 7/4/2016 lögð fram til samþykktar
  6. Fundargerð Fræðslunefndar frá 7/4/2016 lögð fram til samþykktar
  7. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá
  8. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 11/4/2016 lögð fram til samþykktar

 

 

Gert er ráð fyrir að eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sitji fundinn:

Ásta Þórisdóttir

Haraldur V. A. Jónsson

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Jón Gísli Jónsson

 

8. mars  2016


Andrea Kristín Jónsdóttir

sveitarstjóri

Undirbúningur Hamingjudaga 2016

| 08. apríl 2016
Nú er skipulagning Hamingjudaga 2016 hafin.

Hamingjudagar á Hólmavík verða haldnir helgina 1-3 júlí 2016.

Markmið hátíðarinnar er að auka samheldni íbúa og gefa brottfluttum, sem og öðrum ferðamönum, tækifæri á að heimsækja staðinn og njóta þess sem vera ber. Hátíðin er mikilvæg fyrir samstöðu íbúa með því að fá þau til að vinna að sameiginlegu verkefni og auka og bæta samfélagið í heild sinni.



Ef þú, þínir eða vinir þínir viljið leggja eitthvað af mörkum, standa fyrir uppákomu, sýna listir ykkar, opna húsið ykkar eða hvað eina er mögulegt að setja sig í samband við Íris Ósk á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Hamingjudagar eru hátið fólksins en megintilgangur hátíðarinnar er að sem flestir taki virkan þátt í hátíðinni og öðlist með þeim hætti aukna hamingju og hugarró og fyllist af gleði og kærleika.

Skemmtilegt og gefandi starf

| 31. mars 2016
Leikskólinn Lækjarbrekka auglýsir eftir leikskólakennara/leiðbeinanda í 50% starf. Vinnutíminn er 8:00-12:00. Starfsmaður þarf að geta hafið störf í lok apríl. Við leikskólann er unnið metnaðarfullt starf þar sem barnið er í brennidepli. Leitað er eftir öflugu starfsfólki sem hefur gaman af börnum, býr yfir góðri samskiptahæfni og hefur ríka þjónustulund. Einnig er skipulagshæfni og  jákvæðni mikilvægur kostur. ...
Meira
Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón