Dansnámskeiđ á vegum Dansskóla Jóns Péturs og Köru
Eins og í fyrra er það er Jón Pétur Úlfljótsson sem kennir frá hinum virta Dansskóla Jóns Péturs og Köru.
Margir dansarar frá þeim hafa náð frábærum árangri í danskeppnum hér heima og erlendis og Jón náði virkilega vel til nemenda í fyrra. Upplýsingar um dansskólann má finna hér www.dansskoli.is
Kennt verður í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík frá mánudegi til föstudags eins og hér segir:
Kl. 13.10-14.00 (1.-3. bekkur)
Kl. 14.10-15.00 (4.-6. bekkur)
Kl. 15.10-16.00 (7.-10. bekkur)
Námskeiðin enda með danssýningu á föstudeginum. Verð: Kr 4400. Afsláttur: Fullt verð fyrir tvö systkini, 1/2 fyrir þriðja og frítt fyrir fjórða
Nemendur eru beðnir að skila skráningu í skólann eða í fyrsta danstíma, mánudaginn 8. apríl.
Yndislestrardagur - Alţjóđlegur dagur barnabókarinnar
Eins og undanfarin ár færir IBBY á Íslandi íslenskum börnum smásögu að gjöf í tilefni dagsins. Friðrik Erlingsson hefur skrifað söguna Stóri bróðir en sagan var lesin fyrir nemendur allra grunnskóla í dag, fimmtudaginn 4.apríl kl. 9.10.
Hugsjón IBBY-samtakanna er að auka skilning meðal bæði einstaklinga og þjóða gegnum barnabókmenntir og saga Friðriks mun sannarlega veita nemendum innsýn inn í lífskjör jafningja þeirra sem búa annarsstaðar á jarðarkringlunni. Sagan vekur til umhugsunar um hvernig erfið lífsreynsla getur þrátt fyrir allt leitt til góðs og á fimmtudaginn mun heil kynslóð íslenskra barna deila þeirri lestrarupplifun og taka hana með sér áfram út í lífið.
Í dag er einnig yndislestrardagurinn hjá okkur í grunnskólanum. Af því tilefni fengum við Ásu Ketilsdóttur sagnakonu í heimsókn sem sagði sögur af draugum og öðru fróðlegu og skemmtilegu efni. Kristín bókavörður bauð upp á upplestur á bókasafni. Auk þess sem ýmislegt annað var í boði fyrir nemendur sem tengdist bókmenntum.
Tjaldiđ frumsýnt á fimmtudaginn
Meira
Marita-frćđslan kemur í Strandabyggđ
Sýnd verður ný heimildarmynd um íslensk ungmenni í neyslu, helstu einkenni fíkniefnaneyslu kynnt og sagt frá því hvernig best er að bregðast við ef grunur um neyslu kemur upp. Mætum öll - tökum þátt - vinnum saman!
Tónleikar í kvöld!
Allir eru hjartanlega velkomnir - aðgangseyrir er kr. 1000 fyrir fullorðna, 500 fyrir grunnskólanema og frítt fyrir yngri.
Starf forstöđumanns/umsjónarmanns Hérađs- og skólabókasafnsins á Hólmavík
Meira