A A A

Valmynd

Íţróttahátíđ

| 15. janúar 2013
Á morgun miðvikudaginn 16. janúar verður hina árlega íþróttahátíð  nemenda í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík. Um morguninn munum flétta íþróttir og hreyfingu inn í skólastarfið t.d. verður haldin keppni í gerð snjóskúlptúra.

Sjálf íþróttahátíðin hefst kl. 18.00 í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík. Þar munu umsjónarkennarar taka á móti nemendum í anddyri og ganga með þeim í salinn þar sem formleg dagskrá hefst.
Dagskrá:
Upphitun í umsjá nemenda í 9. - 10. bekk 
Íþróttamaður ársins 2012 í Strandabyggð heiðraður
1.-3. bekkur trampolín og boðhlaup við foreldra

4. bekkurþrautabraut og brennibolti v ið foreldra
5-7. bekkur  - keiló við foreldra
8. - 10. bekkur - dodgeball við foreldra
10. bekkur - körfubolti við kennara

Nemendafélag skólans verður með samlokur og svala til sölu á vægu verði í anddyrinu (samloka 300 kr., Svali 100 kr.)

Vonumst til að sjá sem flesta

Allir starfsmenn hafa lokiđ skyndihjálparnámskeiđi

| 15. janúar 2013
Á fyrsta starfsdegi ársins var haldið skyndihjálparnámskeið fyrir starfsmenn Grunn- og tónskólans á Hólmavík. Gunnar S. Jónsson, sjúkraflutningmaður sjá um fræðsluna. Starfsfólkið fékk bóklega kennslu 4. janúar en 8. og 9. janúar var verklegt nám í skyndihjálp og endurlífgun. Við þökkum Gunnari kærlega fyrir góða fræðslu.

Jólafrí

| 21. desember 2012
Í dag hefst jólaleyfi nemenda og starfsfólks Grunn- og tónskólans á Hólmavík. Skóli hefst aftur föstudaginn 4. janúar með starfsdegi kennara. Nemendur mæta samkvæmt stundaskrá mánudaginn 7. janúar.

Litlu jólin

| 19. desember 2012
Fimmtudaginn 20. desember kl. 14.00 - 16.00 verða litlu jól Grunn- og tónskólans á Hólmavík haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Fyrst fara fram atriði á sviði þar sem allar bekkjardeildir koma fram. Að dagskrá lokinni verður dansað í kringum jólatré og jólasveinar kíkja í heimsókn. Allir eru velkomnir á jólaskemmtunina.

Jólatónleikar nemenda Grunn- og tónskólans á Hólmavík

| 11. desember 2012
Jólatónleikar nemenda Grunn- og tónskólans á Hólmavík verða haldnir dagana 11. og 13. desember í Hólmavíkurkirkju og hefjast þeir bæði kvöldin kl. 19.30. Stjórn tónleikanna er í höndum Jóns Ingimarssonar og Andra Ívarssonar.
Allir íbúar Strandabyggðar og nágrannasveitarfélaga eru boðnir hjartanlega velkomnir.

Eldvarnardagurinn

| 10. desember 2012
Eldvarnardagurinn var haldinn föstudaginn 7. desember. Einar, slökkviliðsstjóri, og Sigurður Marinó, varaslökkviliðsstjóri, komu í skólann og héldu brunaæfingu með nemendum og starfsfólki. Nemendur í unglingadeildinni fengu leiðsögn í meðferð og notkun handslökkvitækja og æfðu sig í að slökkva eld. Einar og Sigurður voru nokkuð ánægðir með hvernig til tókst. Til stendur að halda aðra æfingu þegar líður nær vori.

Grunnskólinn á Hólmavík flaggar Grćnfánanum í annađ sinn

| 04. desember 2012

Í tilefni þess að Grunnskólinn á Hólmavík fær Grænfánann í annað sinn verður samverustund utandyra við skólann miðvikudaginn 5. desember kl. 13:00 þar sem fulltrúi Landverndar kemur og færir okkur nýjan fána og við gerum okkur glaðan dag.
Grænfáninn er umhverfismerki sem nýtur virðingar víða í Evrópu sem tákn um árangursríka fræðslu og umhverfisstefnu í skólum. Grunnskólinn á Hólmavík hefur verið í Grænfánaverkefninu síðan haustið 2007 og flaggaði sínum fyrsta fána vorið 2010 til tveggja ára en fær nú endurnýjun á þeirri viðurkenningu vegna árangursríks starfs sl. tvö ár. Allir velunnarar skólans eru velkomnir til að samgleðjast með okkur.

Hér má lesa ræðu 5. -7. bekkjar sem haldin var við afhendinguna

Forvarnir gegn einelti

| 23. nóvember 2012
Fimmtudaginn 22. nóvember hélt Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur, fræðsluerindi fyrir starfsfólk Grunn- og tónskólans á Hólmavík. Fræðsluerindið fjallaði um um forvarnir gegn einelti og var gott innlegg í þá vinnu sem átt hefur sér stað á unanförnum vikum við endurskoðun á eineltisáætlun skólans. Gert er ráð fyrir að ný eineltisáætlun fyrir Grunn- og tónskólann á Hólmavík verði aðgengileg á heimasíðu skólans um miðjan desember 2012

Ingibjörg Emilsdóttir ráđin ađstođarskólastjóri

| 20. nóvember 2012
Ingibjörg Emilsdóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarskólastjóri við Grunn- og Tónskóla Hólmavíkur út skólaárið 2012-2013. Ingibjörg er fædd árið 1975 og hefur starfað við Grunnskólann á Hólmavík frá árinu 2001. Þar hefur hún sinnt fjölbreyttum kennslustörfum undanfarin ár, m.a. íþróttakennslu, smíðakennslu og umsjónarkennslu í bekkjum. Undanfarinn vetur hefur hún séð um umsjónarkennslu í 5.-7. bekk.


Ingibjörg útskrifaðist með B.Ed. gráðu í grunnskólakennarafræðum frá Kennaraháskóla Íslands árið 2006. Hún hefur þegar tekið til starfa.

Bangsastund

| 15. nóvember 2012
Föstudaginn 16. nóvember, ætlum við að bjóða upp á hina árlegu bangsastund á bókasafninu. Bangsastundin hefst klukkan 16.30 og stendur í um klukkustund.
Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri mun lesa bangsasögu fyrir gesti. Síðan verður boðið upp á djús og bangsaköku og efnt til samkeppni um nafn á nýja bókasafnsbangsanum.
Ungir sem aldnir eru minntir á að bjóða bangsa með á bókasafnið af þessu tilefni!

Hlökkum til að sjá sem flesta!
Bókavörður

Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Október 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir