Námsefniskynning
Námsefniskynningar verða í Grunnskólanum á Hólmavík, fimmtudaginn 12. september kl. 8.30-9.30
Að þessu sinni ætlum við að bjóða upp á kynningu með öðru sniði en verið hefur undanfarin ár.
Frá kl. 8.30 – 9.00 munu nemendur leiða foreldra sína á milli námsstöðva þar sem þeir leysa ýmis verkefni í sameiningu. Verkefnin eru sýnishorn af þeirri vinnu sem nemendur munu sinna í vetur.
Námsefniskynning fyrir 1. - 7. bekk verður sem hér segir:
- Íslenska í stofu 3.-4. bekkjar
- Samfélags- og náttúrufræði í stofu 5. -7. bekkjar
- Stærðfræði í stofu 1. - 2. bekkjar
Námsefniskynning fyrir 8. -10. bekk verður sem hér segir:
- Íslenska og stærðfræði á gangi í gamla skóla
- Enska og danska í stofu 10. bekkjar
- Náttúrufræði í stofu 8. – 9. bekkjar
Sérkennslan verður opin þar sem hægt verður að kynna sér starfsemina og námsspil. Kynning á listgreinum verður í listgreinastofu og í tónlistarstofunni verður hægt að spreyta sig á nótnalestri.
Kl. 9.00 verða fundir með bekkjarkennurum í heimastofum barnanna. Nemendur fara í útivist
Þarna gefst kjörið tækifæri til að kynna sé námsefni og kennsluhætti og ræða máli.
Hafragrautur
Síðastliðið skólaár var boðið upp á hafragraut á morgnana. Grauturinn var í boði í fyrsta nestistíma og var vel tekið af foreldrum og nemendum. Nú hefur verið ákveðið að bjóða einning upp á hafragraut í vetur en með breyttu fyrirkomulagi. Nú verður grauturinn í boði áður en skóli hefst eða kl. 8.20 á morgnana og er tíminn valinn með tilliti til þess að flestir eru mættir á þeim tíma í skólann.
Grauturinn verður í boði frá og með 26. ágúst
Innkaupalistar
Starf forstöđumanns/umsjónarmanns Hérađs- og skólabókasafnsins á Hólmavík er laust til umsóknar
Meira
Danskir nemendur í heimsókn
Í morgun lauk þriggja daga heimsókn nemenda frá Årslev í Danmörku. Komin er hefð fyrir samskiptum á milli skólanna en síðastliðið haust heimsóttu gestgjafarnir, 10. bekkur og nemendur útskrifuðir síðastliðið, sömu nemendur í Årslev. Í vetur hafa þau flest byggt upp ómetanleg vinasambönd með aðstoð tækinnar. Gestgjafarnir buðu upp á skemmtilega dagskrá með ferð í Skagafjörðinn og sprelli hér heima. Gist var á Bakkaflöt í Skagafirði þar sem farið var í litbolta, slappað af í heitum pottum og farið í flúðasiglingu í Vestari Jökulsá. Símon Ingi, sem flutti til Sauðárkróks í vor, bauð hópnum heim til sín í veitingar að lokinni dvöl í Skagafirðinum þaðan sem haldið var til Hólmavíkur. Á Hólmavík heimsóttu Danirnir Galdrasafnið, skoðuðu risa skjaldbökuna og Sauðfjársetrið. Á Sævangi fór hópurinn í ýmsa leiki í anda furðuleikanna. Hefð er fyrir að halda fótboltamót en það voru Danirnir sem sigruðu Íslendingana 2-1. Eftir viðburðarríkan dag var haldin grillveisla í Félagsheimilinu með fjölskyldum íslensku nemendanna. Kvöldinu lauk með sundlaugarpartý og dynjandi tónlist. Síðustu nóttina var gist í skólanum en sögur herma að lítið hafi verið sofið en þeim mun meira spjallað. Í morgun buðu foreldrar öllum hópnum upp á glæsilegan morgunverð í Félagsheimilinu.
Það voru glaðir og ánægðir Danir sem kvöddu Íslendingana á mjög eftirminnilegan hátt en þeir heldu til Reykjavíkur þar sem þeir munu skoða sig um og m.a. skoða Gullfoss og Geysi ásamt því að lauga sig í Bláa Lóninu.
Aðkoma foreldra er lykillinn að því að svona viðamiklar heimsóknir takist vel og á foreldrahópurinn sem kom að undirbúningi að þessu sinni hrós skilið fyrir dugnað og hjálpsemi.
Skólasetning
Hólmavík 06. ágúst 2013
Nú fer að líða að því að skólinn hefjist eftir sumarleyfi. Fimmtudaginn 22. ágúst verður skólasetning í kirkjunni kl. 10:00. Eftir athöfnina í kirkjunni verður farið í skólann og þar fá nemendur afhentar stundatöflur, innkaupalista og önnur gögn sem tengjast skólanum.
Föstudaginn 23. ágúst hefst svo hefðbundinn skóladagur samkvæmt stundatöflu.
Kær kveðja, við hlökkum mikið til að sjá ykkur aftur.
Hulda og Inga
Laust starf viđ Grunnskólann á Hólmavík
Um er að ræða 100% starfshlutfall.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Umsækjandi skal hafa aukin ökuréttindi og hafa sótt skyndihjálparnámskeið og önnur þau námskeið sem sérstaklega eru ætluð bifreiðastjórum fólksflutningabíla.
Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst 2013.
Nánari upplýsingar veitir Hulda I. Rafnarsdóttir, skólastjóri í síma 698 0929 og á netfanginu hulda@strandabyggd.is. Skriflegar umsóknir óskast sendar á fyrrgreint netfang eða á skrifstofu sveitarstjórnar í merktu umslagi. Umsóknum skal fylgja staðfesting á ofangreindum réttindum og námskeiði.
Lausar stöđur fyrir nćsta skólaár
- Skólabílstjóri- 50% starfshlutfall
- Stuðningsfulltrúi - 80% starfshlutfall
Vinnutími skólabílstjóra er breytilegur.
Laun eru samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Umsækjendur skulu vera 20 ára eða eldri. Umsækjendi um stöðu skólabílstjóra skal hafa aukin ökuréttindi og hafa sótt skyndihjálparnámskeið og önnur þau námskeið sem sérstaklega eru ætluð bifreiðastjórum fólksflutningabíla. Umsóknarfrestur er til 1. júlí 2013.
Nánari upplýsingar veitir Hulda I. Rafnarsdóttir, skólastjóri í síma 698 0929 og á netfanginu hulda@strandabyggd.is. Umsóknir má senda rafrænt á fyrrgreint netfang eða skila á skrifstofu sveitarstjórnar í merktu umslagi.
Skólaslit
Það var Lionsklúbburinn á Hólmavík sem gaf þessar viðurkenningar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir þann hlýhug sem þeir bera til skólans fyrr og nú. Þeir nemendur sem hlutu þessa viðurkenningu voru:
Díana Jórunn Pálsdóttir 4. bekk, Stefán Snær Ragnarsson 6. bekk, Elísa Mjöll Sigurðardóttir 9. bekk og Fannar Freyr Snorrason 10. bekk.
Einnig var veitt viðurkenning fyrir góðan árangur í dönsku. Brynja Karen Daníelsdóttir hlaut danska orðabók í viðurkenningarskyni. Gefandi var danska sendiráðið. Margrét Vera Mánadóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur og hæstu meðaleinkunn. Gefandi var Lionsklúbburinn á Hólmavík.
Nemendur í 10. bekk rifjuðu upp skólagöngu sína við skólann og heiðruðu kennara sína með blómum.
Kristín Lilja Sverrisdóttir nemandi í 9. bekk flutti tónlist fyrir gesti á samt kennaranum sínum honum Jóni Ingimundarsyni.
Við óskum nemendum í 10. bekk velfarnaðar nú þegar þau halda á vit nýrra ævintýra.
Gleðilegt sumar.