Framtíðarsýn Grunnskólans á Hólmavík
Allir aðilar skólasamfélagsins vinna að mótun framtíðarsýnar og stefnu Grunnskólans á Hólmavík.
Foreldrar nemenda í skólanum fá gott tækifæri til að hafa áhrif og taka þátt.
Fimmtudaginn 3. maí klukkan 16:30 verður fundur í setustofu skólans.
Dagskrá fundarins:
1) Sýn og stefna grunnskóla.
2) Framtíðarsýn og 10 ára sýn.
Fundarstjóri er Kristrún Lind Birgisdóttir
Foreldrar eru hvattir til að mæta og hafa áhrif á framtíðarsýn og stefnu.
Stóra upplestrarkeppnin
Stóra upplestrarkeppnin verður haldin í félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 22. mars, klukkan 17:00.
Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn bjóða þér á lokahátíð Stóru upplestrarkeppninnar.
Á hátíðinni munu nemendur frá Reykhólaskóla og Grunnskólanum á Hólmavík lesa ljóð og brot úr skáldverki. Dómnefnd mun velja þrjá bestu upplesarana og veita verðlaun. Fram koma einnig sigurvegari upplestrarkeppninnar frá því í fyrra og fulltrúar Tónlistarskólans á Hólmavík.
Allir velkomnir!
Stuðningsfulltrúi 100% starf
Stuðningsfulltrúi
Lýðheilsudagur - Íþróttahátíð grunnskólans
Dagskráin hefst í Félagsheimilinu á Hólmavík klukkan 17:00 þar verða stuttir fyrirlestrar: Esther Ösp Valdimardóttir, Jón Eðvald Halldórsson, Birna Karen Bjarkadóttir og aðalfyrirlesari Sigurjón Ernir Sturluson íþróttafræðingur.
Vörukynningar úr heimabyggð verða í gangi og tilkynnt verður um val á Íþróttamanni Strandabyggðar 2018.
Íþróttahátíð grunnskólanema hefst í Íþróttamiðstöðinni að lokinni dagskrá í Félagsheimili.
Viðburðir í Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík
Leikritið Jóladagatalið verður sýnt föstudaginn 15. desember klukkan 17:00 í Félagsheimilinu, önnur sýning mánudaginn 18. desember klukkan 18:00. Nemendur í 5., 6. og 7. bekk sýna. Leikstjóri er Ingibjörg Emilsdóttir.
Litlu jól Grunnskólans verða þriðjudaginn 19. desember klukkan 13:00 - 15:00 í Félagsheimilinu. Þar leika nemendur og syngja eins og þeim einum er lagið. Gengið verður í kringum jólatréð og jólasveinarnir mæta. Allir velkomnir.
Stofujól í Grunnskólanum verða miðvikudaginn 20. desember. Nemendur mæta þá klukkan 11:00 og eiga rólega stund með umsjónarkennara og bekknum. Stofujólum lýkur klukkan 12:00 og þá fara allir heim. Að stofujólum loknum hefst jólafrí nemenda við Grunnskólann á Hólmavík. Kennsla hefst aftur 3. janúar 2018 samkvæmt stundaskrá.
Skólaakstur fellur niður
Foreldrar eru minntir á að meta sjálfir aðstæður þegar veður eða veðurútlit er vont eða líkur á ófærð. Þeir sem vilja halda börnum sínum heima, sé skóla ekki aflýst formlega, er velkomið að gera það. Í þeim tilfellum er mikilvægt að tilkynnt sé um fjarveru nemandans til skólans svo ekki leiki vafi á því hvort hann sé úti í óveðrinu eða ekki.
Fræðsla gegn einelti og neikvæðum samskiptum
Mætum öll.
Skólasetning
Allir eru velkomnir á skólasetningu.
Athugið að sveitarstjórn Strandabyggðar hefur ákveðið að greiða fyrir námsgögn nemenda við Grunnskólann á Hólmavík.