A A A

Valmynd

Vísindaţemadagar í Grunnskólanum

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 29. nóvember 2016

Þemadagar tengdir vísindum verða dagana 30. nóv. - 2. des.

Nemendur fara á milli stöðva og spreyta sig á fjölbreyttum verkefnum, setja fram tilgátur, framkvæma tilraunir og skila skýrslum. Gerðar verða tilraunir með rafmagn, loftþrýsting, búinn verður til töfrasandur og lavalampi og unnið að rannsóknum með smásjá og víðsjá, unglingadeildin spreytir sig á krufningu og þeir yngri gera tilraunir með listsköpun, allir gera rannsóknir á sjávarfangi og læra ný tungumál auk þess að tefla og læra ný spil. Gestakennarar koma í heimsókn og foreldrar eru velkomnir í skólann hvenær sem er.

TABÚ á Drangsnesi

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 24. október 2016

Föstudaginn 28. október heimsækja þær Freyja Haraldsdóttir og Embla Guðrúnardóttir Ágústsdóttir Grunnskólann á Drangsnesi og ætla að fræða nemendur, kennara og aðra áhugasama um fötlunarfordóma og mannréttindi í Félagsheimili
Grunnskólanum á Hólmavík hefur verið boðið að taka þátt í TABÚ deginum og stefnt er að því að allir fari með skólabíl á Drangsnes.
Klukkan 10:30 - 12:00 er fræðsla fyrir 11 ára og yngri
Klukkan 13:00 - 14:30 er fræðsla fyrir 12 ára og eldri. Á sama tíma býðst starfsfólki, foreldrum og öðrum áhugasömum að mæta.
Nánari upplýsingar um tilhögun ferða frá Hólmavík verða sendar foreldrum í tölvupósti.
Hægt er að kynna sér TABÚ á www.tabu.is


Fjármálavit

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 13. október 2016
Samtökin  fjármálafyrirtækja hafa undanfarin tvö ár staðið fyrir skólaheimsóknum í 10. bekki með námsefni um fjármál - FjármálavitNámsefnið er þróað í samstarfi við kennaranema og er ætlað að mæta þörfinni á samræmdu kennsluefni í fjármálafræðslu í grunnskólum.
Fjármálavit heimsótti nemendur Grunnskólanna á Hólmavík og Reykhólum í Hnyðju 13. október

Foreldrafundur - Heimsókn Menntamálastofnunar

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 28. september 2016
Foreldrafundur með lestrarráðgjöfum Menntamálastofnunar verður klukkan 17:00 í Grunnskólanum á Hólmavík.

Vegna fundar Menntamálastofnunar með kennurum Grunnskólans á Hólmavík fellur öll kennsla niður klukkan 14:00-16:00. Skólabíll fer frá skólanum klukkan 14:00.

Norrćna skólahlaupiđ og Göngum í skólann

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 28. september 2016
Norræna skólahlaupið verður 28. september klukkan 13:20. Hlaupið verður í Borgunum og hægt að fara mismunandi vegalengdir 2,5 - 5 eða 10 km. Að hlaupi loknu halda nemendur heim.
29. september hefst svo átakið Göngum í skólann. Það stendur yfir í eina viku og lýkur fimmtudaginn 6. október. Á sama tíma eru allir hvattir til að ganga í skóla og ganga til vinnu sé þess einhver kostur. Skólabíll stöðvar við Félagsheimili og nemendur ganga þaðan. 

Ađalfundur foreldrafélagsins

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 07. september 2016
Aðalfundur foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík verður haldinn í Hnyðju miðvikudaginn 14. september klukkan 20:30.
Dagskrá:
1. Skýrsla formanns
2. Ársreikningur
3. Val á nýjum stjórnarmönnum
4. Val á bekkjarfulltrúum
5. Val á fulltrúa í Grænfánanefnd
6. Önnur mál
Foreldrafélagið er skemmtilegur og uppbyggilegur vettvangur fyrir þá sem vilja láta gott af sér leiða í skólaumhverfinu og óskum við eindregið eftir fólki til starfa bæði í stjórn og sem bekkjafulltrúar
Stjórnin

Heimili og skóli - Kynning fyrir foreldra

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 05. september 2016
Kynning fyrir foreldra á Læsissáttmála Heimilis og skóla verður í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 8. september klukkan 18:00.
Vonumst til að sjá ykkur öll.

Heimili og skóli 
Landssamtök foreldra

Skólasetning Grunnskólans á Hólmavík

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 18. ágúst 2016
Grunnskólinn á Hólmavík verður settur mánudaginn 22. ágúst klukkan 12:00 í Hólmavíkurkirkju. Að setningu lokinni verður gengið í skólann þar sem nemendur hitta umsjónarkennara sína í kennslustofu bekkjarins.
Starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík hlakkar til samstarfsins skólaárið 2016-2017. 

Skólasetning 22. ágúst - ritfangapakki.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 07. ágúst 2016
Nú líður að því að skólaárið 2016 - 2017 hefjist en starfsfólk Grunnskólans á Hólmavík mætir til undirbúningsvinnu mánudaginn 15. ágúst nk. Skólasetning verður mánudaginn 22. ágúst klukkan 12:00 og skólastarfið hefst samkvæmt stundaskrá daginn eftir.
Líkt og síðastliðið haust býðst foreldrum að kaupa ritfangapakka á hagstæðu verði fyrir nemendur í skólanum.
Nánari upplýsingar þegar nær dregur. Njótum sumardaganna og leikum okkur sem mest.



 

Skólaslit

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 01. júní 2016
Skólaslit Grunn- og Tónskólans á Hólmavík verða föstudaginn 3. júní klukkan 12:00 í Hólmavíkurkirkju.
Allir velkomnir
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Október 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir