A A A

Valmynd

Göngum í skólann og Ólympíuhlaup

| 23. september 2019
Nemendur og kennarar sem notuðu virkan ferðamáta til að komast í og úr skóla skráðu nafn sitt á laufblað og prýddu þetta glæsilega tré
Nemendur og kennarar sem notuðu virkan ferðamáta til að komast í og úr skóla skráðu nafn sitt á laufblað og prýddu þetta glæsilega tré
Nú á miðvikudaginn tekur Grunnskólinn á Hólmavík þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ sem áður var Norræna skólahlaupið. Hlaupið er lokahnykkur okkar í átakinu göngum í skólann sem var í gangi síðastliðnar tvær vikur en þá notuðu nemendur og starfsfólk virka ferðamáta til að komast til og frá skóla....
Meira

ATHUGIÐ!

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 05. september 2019

Þjóðleikhúsið verður á ferðinni föstudaginn 6.september 2019 eins og áður hefur verið auglýst en sýningin sem  átti að vera klukkan 13:00 fellur niður.

Sýningin Ómar orðabelgur http://www.leikhusid.is/syningar/omar-ordabelgur verður klukkan 10:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Sýningin er einkum ætluð elstu börnum leikskóla og 1.-3. bekk grunnskóla. Foreldrar eru velkomnir með börnunum en þennan dag er skipulagsdagur í leikskólanum og grunnskólanum.

 

Þjóðleikhúsið á ferð

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 02. september 2019

Föstudaginn 6. september nk. verður Þjóðleikhúsið með tvær sýningar, annarsvegar fyrir elstu börn leikskóla og 1.-3. bekk grunnskóla – Ómar orðabelgur  og hinsvegar sýninguna Velkomin heim fyrir unglingastig 8-10.bekk. 

 

6.september Félagsheimilið á Hólmavík

Kl. 10:00 Ómar orðabelgur http://www.leikhusid.is/syningar/omar-ordabelgur

 

Kl. 13:00 Velkomin heim http://www.leikhusid.is/syningar/velkomin-heim-2

 

Við hvetum ykkur til að nota tækifærið til að fara í leikhús. Aðgangur ókeypis.

Barnamót HSS

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 30. ágúst 2019

Barnamót HSS verður haldið á Skeljavíkurgrundum mánudaginn 2. september klukkan 17:00

Við skráningum tekur framkvæmdarstjóri HSS á netfangið framkvhss@mail.com fyrir klukkan 22:00 á sunnudagskvöld 1. september.

 

Barnamót er fyrir börn 12 ára og yngri (fædd árið 2007 og síðar)

 

Keppnisgreinar verða:

8 ára og yngri
langstökk 
boltakast 
60 m hlaup

9-10 ára 
langstökk 
boltakast 
60 m hlaup

11-12 ára 
langstökk 
60 m hlaup 
hástökk 
kúluvarp 
Spjótkast

 

Eftir að móti lýkur verður boðið upp á pylsur og safa.

 

Skólasetning 21. ágúst 2019.

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 11. ágúst 2019
Grunnskólinn á Hólmavík verður settur miðvikudaginn 21. ágúst 2019 klukkan 17:00 við skólann. Eftir skólasetningu bjóða umsjónarkennarar nemendum í kennslustofur þar sem afhentar verða stundaskrár og farið yfir skipulag vetrarins.

Nýjum nemendum og forsjáraðilum þeirra er boðið í stutta heimsókn í skólann þriðjudaginn 20. ágúst klukkan 11:00. 

Við hlökkum til samstarfsins í vetur. Verið öll velkomin.

Umsókn um tónlistarnám

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 02. júní 2019
Tónskólinn á Hólmavík hefur opnað fyrir skráningu í tónlistarnám skólaárið 2019 - 2020. Tónlistarkennarar eru Bragi Þór Valsson og Vera Ósk Steinsen. Hægt er að skrá nemendur grunnskóla og elstu nemendur leikskóla auk þess sem fullorðnir geta nú einnig skráð sig í tónlistarnám. Umsóknarform má finna hér.

Skráning í tónskólann hófst 2. júní sl. og hefur gengið mjög vel og margir hafa skráð sig. Nú líður að lokum skráningar en þeir sem eiga eftir að skrá sig eru beðnir að gera það sem allra fyrst eða ekki seinna en 21. ágúst. 

Skólaslit 2019

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 30. maí 2019
Skólaslit Grunnskólans á Hólmavík verða í Hólmavíkurkirkju, föstudaginn 31. maí klukkan 14:00. Allir velkomnir.

Tónleikar tónskólans

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 26. maí 2019
Tónleikar tónskólans verða haldnir mánudaginn 27. maí 2019, klukkan 19:30 í Hólmavíkurkirkju. Nemendur skólans koma fram og syngja og leika eins og þeim einum er lagið. Stjórnandi er Vera Ósk Steinsen. Allir eru velkomnir á tónleikana.

Nýr tónlistarkennari tekur til starfa í haust. Það er Bragi Þór Valsson sem mun setjast að á Hólmavík eftir áralanga dvöl fjarri heimahögum. 
Við komu Braga Þórs eykst fjöldi hljóðfæra sem hægt verður að læra á við Tónskólann á Hólmavík auk þess sem boðið verður upp á kennslu fyrir fullorðna.
Á næsta skólaári verður boðið upp á kennslu á blokkflautu, þverflautu, fiðlu, píanó, popp píanó, gítar, ukulele, ásláttarhljóðfæri, trommur, saxófón, klarinett, söng og einnig er stefnt á að stofna skólakór. 

Nemendur fá verðlaun

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 23. maí 2019
Nemendur í unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík hafa í vetur tekið þátt í verkefnasamkeppni Landsbyggðarvina - Framtíðin er núna! Fyrir skömmu var tilkynnt að verkefnið: Hamingjudagar á Hólmavík hefði hlotið 1. sæti í samkeppninni ásamt verkefninu: Hjólabrettapallur sem nemendur í Tálknafjarðarskóla lögðu fram. 
Fyrr í vetur voru veittar viðurkenningar fyrir hugmyndahlutann og þá fékk einnig verkefnið Smáhýsi á Hólmavík viðurkenningu.
Verðlaunaafhending fer fram í Norræna húsinu, sunnudaginn 26. maí klukkan 17:00 og þangað er verðlaunahöfunum boðið ásamt fjölskyldum og ættingjum.

Kynning á verkefni Landsbyggðarvina

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 09. maí 2019

Fimmtudaginn 9. maí kynna nemendur í unglingadeild Grunnskólans á Hólmavík útfærslu sína á hugmyndinni um breytta Hamingjudaga fyrir dómnefnd Landsbyggðarvina. Öllum áhugasömum er boðið að hlýða á kynninguna.

Kynningin fer fram á Café Riis kl. 11:00. Að henni lokinni verður boðið upp á súpu og brauð en gestir geta keypt sér veitingarnar á 1000 kr.

Eldri færslur

Bekkjavefir

Atburðadagatal

« Október 2025 »
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Næstu atburðir