A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Leikskólastarf hefst að loknu sumarleyfi

Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir | 02. ágúst 2025
Starfsemi leikskólans Lækjarbrekku hefst aftur að loknu sumarleyfi þriðjudag 5. ágúst klukkan 11:00. 
Mæting er í Grunnskólann eins og var fyrir sumarfrí.
Unnið er að endurgerð leikskólalóðar en tilkynnt verður síðar um flutning í húsnæði Leikskólans.

Sumarlokun skrifstofu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 17. júlí 2025

Skrifstofa Strandabyggðar er lokuð vegna sumarleyfa starfsfólks frá 21. júlí til 5. ágúst. Við opnum aftur 5. ágúst kl. 10:00.

Byggingarfulltrúi er með viðveru á svæðinu á meðan lokun stendur og hægt er að ná sambandi við hann á netfanginu grettir@strandabyggd.is. Byggingarfulltrúi verður síðan í sumarleyfi í ágúst og fólki framkvæmdum bent á að hafa samband sem fyrst.

Félagsmálastjóri verður í sumarleyfi á meðan lokun stendur en fylgist með tölvupósti hlifh@strandabyggd.is

Við minnum síðan á vaktsíma áhaldahúss 835-3396 vegna erinda sem upp koma td. pöntun á slætti fyrir ellilífeyrisþega 

með sumarkveðju, starfsfólk

Náttúrubarnahátíð á Ströndum helgina 11.-13. júlí

Salbjörg Engilbertsdóttir | 04. júlí 2025


Náttúrubarnahátíð á Ströndum helgina 11.-13. júlí

Það verður líf og fjör á Sauðfjársetrinu í Sævangi helgina 11.-13. júlí en þá verður Náttúrubarnahátíð á Ströndum haldin í níunda sinn. Hátíðin er fjölskylduhátíð sem fer að mestu fram utandyra og einkennist dagskráin af fjölbreyttri útivist, náttúrutúlkun, tónlist, listasmiðjum, fróðleik og fjöri fyrir náttúrubörn á öllum aldri.

Líkt og undanfarin ár er ókeypis að taka þátt í hátíðinni og öllum viðburðum hennar. Það er einnig frítt fyrir hátíðargesti að gista í tjaldi hjá gistihúsinu Kirkjubóli sem er rétt hjá Sævangi. Þar er þó ekki eiginlegt tjaldstæði og ekki aðgangur að rafmagni. Það er hins vegar frábært tjaldsvæði á Hólmavík þar sem er rafmagn og líka ýmsir gististaðir í nágrenninu.
Veitingasala er á Sauðfjársetrinu (Kaffi Kind) alla helgina og er þar nóg úrval af allskonar réttum bæði fyrir grænkera og aðra.

Dagskrána má sjá hér fyrir neðan:


Föstudagur 11. júlí
17:30 Fjölskyldu gönguferð í fjörunni
18:30 Setning hátíðarinnar og veðurgaldur
18:30 Hægt að kaupa súpu, grillaðar pylsur (grænmetis og ekki) og ís í Sævangi
19:00 Brúðubíllinn snýr aftur og sýnir stórskemmtilega sýningu
20:00 Æsispennandi Náttúrubarnakviss

Laugardagur 12. júlí
12:00 Náttúrujóga
13:00 Furðufuglaskoðun í fjörunni – tröllvaxinn flamingó fugl heimsækir Strandir
13:30 Náttúrufjör: Bogfimi, Strandahestar, kajakar, tilraunastofan, náttúrubingó, útieldun, heimur handritanna skoðaður með Árnastofnun, grillaðar pylsur og fleira
15:00 Náttúruóróasmiðja með Þykjó
16:30 Skemmtilegir útileikir á vellinum
18:00 Fuglafjör: Trítlað um teistuvarpið
18:00 Hægt að kaupa grillaðar pylsur og súpu
20:00 Fjölskyldutónleikar með Gunna og Felix
21:00 Drauga- og tröllasögur í Sagnahúsinu

Sunnudagur 13. júlí
11:00 Núvitundarævintýri
12:00 Elsa í Frozen heimsækir Náttúrubarnahátíðina
13:30 Hægt að kaupa grillaðar pylsur, súpu og ís
13:00 Skapandi náttúrusmiðja
15:00 Fjölskylduplokk

Hátíðin er styrkt af Uppbyggingasjóði Vestfjarða, Barnamenningarsjóði og Orkubúi Vestfjarða. Í ár er hún einnig haldin í góðu samstarfi við Árnastofnun, Fine Foods og Ferðaþjónustuna Kirkjuból.

Nánari upplýsingar má finna á Facebook viðburðinum, einnig er hægt að hafa samband við Dagrúnu Ósk á natturubarnaskoli@gmail.com eða í síma 661-2213.

Laus störf í Strandabyggð

Salbjörg Engilbertsdóttir | 04. júlí 2025

Auglýst hafa verið nokkrar stöður við Grunnskólann á Hólmavík, í fríustund og við félagsmiðstöðina Ozon.
Umsóknarfrestur er til og með 13. júlí og ef smellt er á þessa slóð má sjá nánari upplýsingar. Vinsamlegast fyllið út formið sem er gefið upp neðst í auglýsingunni.

Sumar í Strandabyggð

Þorgeir Pálsson | 03. júlí 2025
Kæru íbúar Strandabyggðar,  

Það er komið sumar og margt ber þess merki á Hólmavík þessa dagana. 

Í gær lauk rúmlega 600 km Vestfjarðagöngu Kristjáns Atla Sævarssonar, við félagsheimilið hér á Hólmavík.  Nokkur fjöldi fólks fagnaði þessu frábæra afreki með honum og eftir léttar veitingar, ræður og gott spjall, fór Kristján Atli og fjölskylda í súpu á Galdrasafninu, í boði Strandabyggðar.  Hér er hægt að lesa nánar um þetta frækilega afrek Kristjáns Atla í frétt RÚV.  Annar göngugarpur, Reynir Pétur, sem þekktur er m.a. fyrir sína göngu um Ísland fyrir um 40 árum, var einnig með til að fagna þessum áfanga.  

Það er vert að þakka kvennfélagskonum kærlega fyrir að taka að sér að setja niður blóm í blómakörin. Þau lífga sannarlega uppá bæinn.

Þá er komið frábært listaverk á vegg gengt Galdrasafninu eftir krakka sem voru á myndlistarnámskeiði nýlega hjá þeim Andra Frey og Einari! Frábært og vert að skoða.

Og að lokum má nefna og gleðjast yfir því að framkvæmdir við leikskólalóðina ganga vel!

Hér fylgja nokkrar myndir síðustu daga.

Áfram Strandabyggð!
Eldri færslur

Facebook

Vefumsjón