Í 2. sćti í Lífshlaupinu
Grunnskólinn á Hólmavík tók þátt í hvatningarleik Lífshlaups Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands sem hófst 2. febrúar og stóð í 20 daga. Skólinn lenti hvorki meira né minna en í 2. sæti í sínum flokki en nemendur skráðu hreyfistig sín á vef Lífshlaupsins www.lifshlaupid.is. Það var 7. bekkur hreyfði sig hlutfallslega mest af bekkjum skólans eða í 18.780 mínútur eða 939 mínútur á dag að meðaltali. Þar fast á eftir komu nemendur í 1. og 2. bekk. Á meðfylgjandi mynd má sjá prósentuskiptingu á hreyfingu nemenda skólans. Íþrótta- og Ólympíusambandið sendi okkur verðlaunaplatta til eignar og var það Laufey Heiða afmælisbarn dagsins sem tók á móti plattanum fyrir hönd 7. bekkjar sem fær að hafa hann inni í stofunni sinni fyrst um sinn. Við þökkum nemendum okkar innilega fyrir skemmtilega keppni og óskum þeim til hamingju með árangurinn.
8.- 10. bekkur á Samfés um helgina
Náttfatadagur á föstudag
Foreldrasamstarf - saman gerum viđ góđan skóla betri!
Það er ánægjulegt að fylgjast með störfum stjórnarinnar og bekkjarfulltrúanna í vetur. Haldnir hafa verið fundir foreldra í ýmsum bekkjardeildum, spilasamverur, gönguferð, ferð í fjárhúsin og fleira skemmtilegt. Einnig hefur verið mikil ánægja með foreldrakaffi með skólastjórnendum sem verða endurtekin í bráð. Það hafa margir foreldrar komið með góðar, gagnlegar og uppbyggjandi ábendingar inn í starfið okkar og hefur það sýnt sig að samstarf við foreldra hefur áhrif á velgengni og vellíðan barna í skólanum. Aðild foreldra, jákvæð viðhorf þeirra og hvatning afar mikilvægur liður í skólastarfinu því saman gerum við góðan skóla betri.
Fréttir og myndir úr Reykjaskóla
Þau Almar, Andri, Benedikt, Branddís, Elísa, Eyrún, Guðfinnur, Gunnar, Ísak, Kristín, Laufey, Númi, Róbert, Sigfús, Símon, Sunneva, Tómas, Þórir, Steinar og Hrafnhildur senda bestu kveðjur til okkar allra og hafa sett inn myndir sem skoða má hér.
- VIÐ SENDUM ÞEIM OKKAR BESTU KVEÐJUR TIL BAKA, haldið áfram að hafa það frábært og takk fyrir myndirnar :o)
7. bekkur í Reykjaskóla
Sćtabrauđsdagur á föstudaginn
Rausnarlegur styrkur til Tónskólans frá Lionsklúbbi Ísafjarđar
Líf og fjör í 3. og 4. bekk
Þessi hópur fékk líka skemmtilegt og óvenjulegt heimaverkefni sem var að búa til eitthvað úr rusli þar sem þau áttu að endurnýta eitthvað gamalt „drasl" og gera úr því nýjan hlut. Þau máttu ekki kaupa neitt í verkefnið nema nagla eða lím. Myndirnar hér tala sínu máli um útkomuna sem var alveg frábær!
Á hverjum fimmtudegi eru þau í 3. og 4. bekk með útinám þar sem skóladagurinn fer að mestu fram utandyra. Um daginn heimsóttu þau Orkubú Vestfjarða og fengum að skoða Þverárvirkjun. Heimsóknin þótti rosalega spennandi og skemmtileg og ekki spillti fyrir að þau fengu líka að sjá díselvélina sem er geymd hérna inn á Hólmavík, en hún er notuð þegar rafmagnið fer af. Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim fjölbreyttu verkefnum sem þau hafa verið að fást við og því skapandi skólastarfi sem fer fram undir leiðsögn Ingibjargar.