Árshátíđ Grunn- og Tónskólans
Árshátíð Grunn- og Tónskólans á Hólmavík er haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík, föstudaginn 25. mars kl. 19:30.
Flutt verður leikritið Skólahald í hundrað ár eftir Arnar S. Jónsson þar sem allir bekkir skólans koma fram ásamt hljómsveit hússins. Að því loknu verður fjölskyldudansleikur til kl. 21:30. Nemendasjoppan opin. Aðgangseyrir er 1.000 kr. fyrir fullorðna frítt inn fyrir grunnskólanemendur. Allir hjartanlega velkomnir!
Nám ađ loknum grunnskóla
Á þriðjudagskvöldið bjóða skólastjórnendur nemendum 10. bekkjar, foreldrum og forráðamönnum þeirra á kynningu um fyrirkomulag við innritun í framhaldsskólana. Þar fá nemendur bréf frá ráðuneytinu með veflykli og leiðbeiningum og farið verður yfir helstu dagsetningar sem vert er að muna og vefsíðuna www.menntagatt.is
Við verðum í 7. bekkjar stofunni kl. 20:00, heitt á könnunni - allir hjartanlega velkomnir.
8., 9. og 10. bekkur í stćrđfrćđikeppni á Akranesi
Á miðvikudaginn í síðustu viku héldu nokkrir nemendur unglingadeildarinnar ásamt Jóhönnu Ásu stærðfræðikennaranum sínum á árlega keppni þriggja efstu árganga grunnskóla í stærðfræði sem fór fram í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Mikill fjöldi nemenda úr ellefu skólum tók þátt í keppninni. Verkefnin sem lögð voru fyrir í keppninni komu frá hópi fólks sem tengist Flensborgarskóla í Hafnarfirði og að venju var sams konar keppni háð á sama tíma víðar um land. Úrslit í keppninni verða tilkynnt og viðurkenningar afhentar við athöfn á sal skólans laugardaginn 2. apríl. Norðurál á Grundartanga greiðir allan kostnað við keppnina og gefur verðlaun en að keppni lokinni bauð fjölbrautaskólinn öllum til veislu. Auk þess bauð Fjölbrautarskóli Vesturlands hópnum okkar á kynningu um skólann sem nýtist vel þegar hugað er að námi að loknum grunnskóla.
Danssýning og sparifatadagur á föstudaginn
Á föstudaginn er sparifatadagur í skólanum hjá okkur. Þá mega allir mæta í sínu fínasta pússi og njóta þess á skemmtilegum föstudegi.
Sama dag er danssýning í Félagsheimilinu kl. 16:00 þar sem allir hópar sem hafa tekið þátt í dansnámskeiði Jóns Péturs sýna og eru allir hjartanlega velkomnir á sýninguna.
Æfingar á föstudeginum fyrir sýninguna verða eins og hér segir:
Árgangur 2005, 1., 2., og 3. bekkur = 13:10-13:40
4., 5. og 6. bekkur = 13:50-14:30
7., 8., 9. og 10. bekkur = 14:30-15:10
DANSSÝNING, ALLIR HÓPAR KL: 16:00
Kćrkomnir gestir úr Árneshreppi
Nú dönsum viđ!
Hóparnir skipast svona:
Árgangur 2005 (skólahópur Lækjarbrekku), 1., 2. og 3. bekkur kl. 13:10-14:00.
4., 5. og 6. bekkur kl. 14:10-15:00.
7., 8., 9. og 10. bekkur kl. 15:10-16:00.
Verð er 4.000 kr. á nemanda (5 skipti) en 3.500 kr. fyrir systkini. Greitt er á staðnum.
Upplýsingar um dansskólann má finna hér www.dansskoli.is
GÓÐA SKEMMTUN!
Söngstundin okkar
Nótan - Uppskeruhátíđ tónlistarskóla
Á morgun, laugardaginn 12. mars, halda skólastjórnendur ásamt Stefáni Steinari og Önnu Sólrúnu tónlistarkennurum og sex nemendum Tónskólans á Nótuna - uppskeruhátíð tónlistarskóla fyrir Vesturland, Vestfirði og V-Húnavatnssýslu í Stykkishólmskirkju. Hátíðin er nú haldin öðru sinni en í fyrra var svæðishátíðin haldin hér á Hólmavík. Uppskeruhátíðin er hugsuð sem ný vídd í starfsemi tónlistarskóla og er markmiðið að auka sýnileika og styrkja tengsl tónlistarskóla við umhverfi sitt. Uppskeruhátíðin er þrískipt og skipulögð þannig að þátttakendur frá öllu landinu, á öllum aldri, búa til efnisdagskrá sem endurspeglar ólík viðfangsefni tónlistarnemenda á öllum stigum tónlistarnáms. Það eru þau Gunnur Arndís, Tómas Andri, Ísak Leví, Sara, Dagrún og Stella Guðrún flytja tónlistaratriði frá Tónskólanum á Hólmavík.
Hér má sjá myndir og upptökur frá Nótunni 2010.
Hvert stefnir Ísland? Menntamál
Okkur langar að vekja athygli á þættinum Hvert stefnir Ísland? Menntamál sem sýndur er í Ríkissjónvarpinu miðvikudagskvöldið kl. 22.15. Þetta er umræðuþáttaröð í umsjón Þórhalls Gunnarssonar, Páls Skúlasonar og Ævars Kjartanssonar. Í þessum þætti er fjallað um menntamál. Hver er framtíðarsýn Íslendinga í menntamálum? Hvaða stefnu viljum við taka til þess að efla leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla landsins. Hvernig styrkjum við skólastarfið og aukum fjölbreytni þess. Hvetjum alla áhugasama til að horfa á þáttinn.