Fyrstu verđlaun fyrir hugmynd í verkefninu Landsbyggđarvinir
Það voru nemendur úr fjórum skólum sem kynntu verkefnin sín; Grunnskólinn í Hrísey, Grunnskólin Hofgarðar í Öræfum, Víðistaðaskóli og Grunnskólinn á Hólmavík. Íris Jóhannsdóttir og Kristný Maren Þorvaldsdóttir kynntu verkefnið sitt Smokkar í Ozon og þeir Guðjón Alex Flosason, Jamison Ólafur Johnson og Trausti Rafn Björnsson kynntu verkefnið Frjálsíþróttavöllur á Hólmavík. Bæði verkefnin hlutu viðurkenningarskjöl fyrir sitt framlag en einnig fengu allir bol landsbyggðarvina að gjöf.
Fyrstu verðlaun hlutu Ísak Leví Þrastarson, Bára Örk Melsted og Sunneva Guðrún Þórðardóttir fyrir verkefnið Bókmennta- og ljóðavika á Hólmavík. Verkefnið deildi fyrsta sæti með verkefni frá Grunnskólanum Hofgörðum. Allir fengu viðurkenningarskjal, bol og 50.000 kr sem skiptist á milli höfunda verkefnana tveggja.
Við óskum öllum þátttakendum og verlaunahöfum til hamingju með daginn og glæsilegan árangur
Háskólalestin heimsćkir Grunnskólann á Hólmavík
Nemendur velja sér þrjú námskeið en námskeiðin sem verða í boði eru eðlisfræði, efnafræði, stjörnufræði, japanska og vísindaheimspeki.
Á laugardeginum verður öllum heimamönnum boðið upp á vísindaveislu í Félgasheimilinu. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis
...
Meira
Vortónleikar Tónskólans
Tónleikarnir hefjast kl. 19.30 bæði kvöldin.
Allir eru hvattir til að koma og hlíða á undurfagra tóna nemenda.
Framúrskarandi árangur í stćrđfrćđikeppni
Guðjón Alex hreppti þriðja sætið og að launum hlaut hann vegleg verðlaun eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Auk verðlaunabikars hlaut hann m.a. prentara og vasareikni.
Við óskum Guðjóni Alex innilega til hamingju með þennan framúrskarandi árangur!
Umhverfisdagurinn
Umhverfisdagurinn var haldinn hátíðlegur í dag.
Dagskráin hófst með ratleik við skólann og endaði inn við Stóru Grund. Á leiðinni leystu hóparnir ýmsar þrautir m.a. voru ljóð samin, reikna þurfti út samanlagðan aldur hópsins og finna meðal aldur, finna egg, búa til pappírsbát og láta hann sigla, finna fötu og skóflu. Á Stóru Grund fóru hóparnir í keppni um "að fleyta kerlingar" og að byggja kastala úr þeim efnivið sem fannst í fjörunni.
Bóndinn á Stóru Grund bauð upp létta hressingu fyrir hópinn; djús og kex sem var þegin með þökkum.
Dagurinn tókst mjög vel og ekki skemmdi fyrir að vel viðraði til útiveru í dag.
Landsbyggđarvinir: Sköpunargleđi - Heimabyggđin mín - Nýsköpun - Heilbrigđi og forvarnir
Þrjú verkefni voru valin til frekari þátttöku í verkefninu og munu þau verða kynnt í Norrænahúsinu þann 22. maí nk. Eftirfarandi verkefni voru valin:
1. Bókmennta- og ljóðavika á Hólmavík. Höfundar: Bára Örk Melsted, Ísak Leví Þrastarson og Sunneva Guðrún Þórðardóttir.
Í umsögn dómnefndar þótti verkefnið frumlegt og skemmtilegt, hafa menningarlegt gildi og vera vel framkvæmanlegt.
2. Smokkar í Ozon. Höfundar: Íris Jóhannsdóttir og Kristný Maren Þorvaldsdóttir.
Í umsögn dómnefndar þótti verkefnið hugað og að það þyrfti áræðni til að vinna að slíku verkefni um hluti sem alla jafna væru feimnismál. Þetta verkefni er nú þegar komið til framkvæmda.
3. Frjálsíþróttavöllur á Hólmavík. Höfundar: Guðjón Alex Flosason, Jamison Ólafur Johnson og Trausti Rafn Björnsson.
Í umsögn dómnefndar segir að þetta verkefni hafi mikinn samfélagslegan ávinning ef til framkvæmda komi og kynningin þótti sérstaklega fagmannleg og skýr.
Við óskum nemendum til hamingju með flottar hugmyndir og skemmtilegar kynningar og þeim verkefnum sem valin voru áfram óskum við góðs gengis í framhaldskeppninni í Reykjavík.
~Ásta Þórisdóttir~
Kynning á verkefnum nemenda í verkefninu Landsbyggđarvinir
Í vetur hafa nemendur í 8.-10 bekk tekið þátt í verkefninu Landsbyggðarvinir: Sköpunargleði - Heimabyggðin mín - Nýsköpun - Heilbrigði og forvarnir.
Áhersla er lögð á að fá fram góðar hugmyndir sem stuðla að nýsköpun í heimabyggð, hvort sem það er á sviði velferðar og forvarna, atvinnulífs eða tekjuöflunar fyrir sveitar- eða bæjarfélagið.
Verkefninu er skipt í tvo hluta. Fyrri hlutinn er einstaklingsvinna og hlutu fjórar ritgerðir frá nemendum Grunnskólans á Hólmavík 4. verðlaun í þeim hluta. Síðari hlutinn er hópverkefni og felst í útfærslu á bestu hugmyndum sem komu fram í fyrri hlutanum og gefa fyrirheit um betri og lífvænlegri heimabyggð.
Á morgun, þriðjudaginn 29. apríl, kl. 15.00 munu nemendur kynna verkefni sem unnin hafa verið í vetur undir leiðsögn Ástu Þórisdóttur og Eiríks Valdimarssonar. Kynningin fer fram í Félagsheimilinu og er dagskrá dagsins sem hér segir:
Kl. 15.00 - Kynning á verkefnum
Kl. 15.45 - Kaffihlé á meðan dómnefnd er að störfum
Kl. 16.15 - Úrslit kynnt
Kl. 16.30 - Dagskrár lok.
Allir velkomnir