Ađalfundur foreldrafélagsins 8. október, kl. 17:30 í Hnyđju.
Kæru foreldrar
Aðalfundur foreldrafélags grunnskólans verður haldinn næstkomandi miðvikudag kl. 17:30 í Hnyðju.
Efni fundarins er :
• Mótun skólastefnu Strandabyggðar
• Skýrsla síðasta starfsárs
• Endurskoðun reikninga
• Kosning bekkjarfulltrúa
• Kosninga nýrra fulltrúa í foreldrafélagið
• Venjuleg aðalfundarstörf
Þeir foreldrar sem áhuga hafa á að vera fulltrúar í foreldrafélaginu eða bekkjarfulltrúar eru vinsamlegast beðnir um að láta núverandi fulltrúa foreldrafélagsins vita fyrir fundinn.
Við hvetjum ykkur til að mæta á fundinn svo að óskir foreldra verði sýnilegar í skólastefnu Strandabyggðar.
Hlökkum til að sjá ykkur!
Barbara Guðbjartsdóttir barbara@aknet.is
Guðrún Elínborg Þorvaldsdóttir gunnaet@simnet.is
Kristjana Eysteinsdóttir kristjanaeysteins@simnet.is
Sverrir Guðmundsson sverrirgudm@gmail.com
Vignir Már Pálsson vp@internet.is
Starfsdagur
Göngum í skólann og Hreyfivikan (move week)!
Verkefnið Göngum í skólann verður að þessu sinni frá miðvikudegi 24. sept. - miðvikudags 1. okt. Verkefninu lýkur með samveru í skógarrjóðri klukkan 13:30 - 14:30 þann 1. okt. Umhverfisnefnd skólans sér um dagskrá sem samanstendur af leikjum og grilluðu brauði.
Grunnskólinn á Hólmavík tekur þátt í hreyfivikunni Move Week sem er samevrópskt verkefni sem sveitarfélagið Strandabyggð tekur þátt í og nær yfir dagana 29. sept. - 5. okt. Starfsmenn og nemendur skólans ætla að vera með Tíu mínútna morgunleikfimi utandyra klukkan 08:30 þessa viku. Öllum er velkomið að taka þátt í fjörinu!
Tónlist fyrir alla
Tónlist fyrir alla haustið 2014
TríóPa í Hólmavíkurkirkju 15. september,
klukkan 11:00 – 11:40
Dagskrá: Kjúklingur og annað fiðurfé
Flytjendur:
Hallveig Rúnarsdóttir - söngur
Jón Svavar Jósefsson - söngur
Hrönn Þráinsdóttir - píanó
Söngvararnir Hallveig og Jón Svavar og píanóleikarinn Guðrún Dalía, sem skipa TríóPa, leggja í þessu verkefni upp með skemmtilega dagskrá til þess að kynna klassíska söngtónlist fyrir börnum landsins. Hér koma við sögu ýmis furðudýr eins og skrýmsli, kurteisir kjúklingar og kettir sem skreppa til London, að ótöldum skötuhjúunum góðu, þeim Papageno og Papagenu úr Töfraflautu Mozarts.
Dagskráin er blanda af atriðum úr Töfraflautunni, dúettum og einsöngslögum eftir núlifandi íslensk tónskáld, sem skrifuð eru með börn í huga og þátttaka áheyrenda (nemendanna) er töluverð á tónleikunum.
Þau Hallveig, Jón Svavar og Dalía hafa öll vakið mikla athygli fyrir vandaðan og líflegan tónlistarflutning á undanförnum árum. Þau hafa öll unnið töluvert saman í gegn um tíðina í hinum ýmsu verkefnum, en þetta er fyrsta sjálfstæða verkefni tríósins TríóPa.
Allir velkomnir!
Á ferđ og flugi
Nemendur í 5. 6. og 7. bekk fóru á fimmtudegi í Ólafsdal með Hlyni, Ástu og Láru og tóku upp samtals 180 kíló af grænmeti sem sáð var til og sett niður síðastliðið vor. Sama dag fóru allir almennir starfsmenn skólans að Reykhólum en starfsmenn grunn- og leikskólanna á báðum stöðum sitja saman 70 kennslustunda námskeið. Að þessu sinni var dagurinn helgaður sjálfstyrkingu og samskiptatækni.
Íþróttatímar vikunnar voru á sparkvellinum við skólann og verða áfram þar í næstu viku ef veður helst gott. Vissara getur þó verið að taka með sér íþróttafötin þá daga sem íþróttir eru kenndar.
Skólasetning 22. ágúst 2014
Hefðbundið skólastarf hefst eftir stundaskrá mánudaginn 25. ágúst kl. 08:30.
Skólasetning
Skólasetning Grunn- og Tónskólans á Hólmavík verður í Hólmavíkurkirkju, föstudaginn 22. ágúst nk. kl. 12:00 . Eftir skólasetningu verður gengið fylktu liði yfir í skólann og þar fylgja kennarar nemendum í stofur og afhenda stundaskrá, skóladagatal, og fleiri gögn.
Hefðbundið skólastarf hefst eftir stundaskrá mánudaginn 25. ágúst kl. 08:30
Starfsmenn skólans eru nú að hefja störf að nýju eftir sumarleyfi og undirbúningur fyrir skólaárið 2014-2015 gengur vel. Innkaupalistar birtast á bekkjarvef um leið og þeir eru tilbúnir.
Grunnskólinn á Hólmavík - lausar stöđur tónlistarkennara
Við Grunn- og tónskólann á Hólmavík eru lausar stöður tónlistarkennara skólaárið 2014-2015
Meðal kennslugreina við tónskólann er píanó, blásturshljóðfæri, gítar, bassagítar og söngur. Einnig kennsla í forskólahópi.
Umsóknarfrestur er til 8. ágúst 2014.
Meira