A A A

Valmynd

Íţróttir og útivist - hreyfing og gleđi.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 23. apríl 2015
Föstudaginn 24. apríl ætlum við að fagna sumri með gleði og leikjum.
Dagskráin verður þannig að hefðbundin kennsla verður til klukkan 10:00 en þá förum við út og leikum okkur á sparkvellinum og við skólann. Stefnt er að því að fara í leiki eins og Hollí hú, Brennibolta og Yfir, Verpa eggjum og fleiri af þessum gömlu góðu. Gönguferð upp að vörðu verður í boði og Feluleikur í nágrenni skólans.
Klukkan 12:00 verður matarhlé en klukkan 13:00 er ráðgert að ganga úr skólanum yfir í íþróttamiðstöð og fara saman í sund og/eða leiki í salnum. Allir starfsmenn skólans taka þátt í dagskránni með börnunum.
Mikilvægt er að börnin mæti vel búin til útivistar í skólann, taki með sér sundföt og íþróttaföt. Vetur og sumar takast á þessa dagana og ef ekki viðrar vel til útiveru færum við okkur inn og förum í innileiki, spil, tafl og fleira.

Blár dagur - föstudagurinn 10. apríl

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 09. apríl 2015
 
Við ætlum að hafa bláan dag, föstudaginn 10. apríl í Grunnskólanum á Hólmavík í tilefni af alþjóðlegum degi einhverfunnar. Alþjóðlegur dagur einhverfunnar er haldinn um allan heim þann 2 apríl ár hvert og er fólk um allan heim hvatt til að klæðast bláum fötum þennan ágæta dag til að vekja athygli á málefninu. Þar sem 2. apríl bar upp á skírdag í ár verður blái dagurinn haldinn þann 10. apríl og í ár ætlum við að taka þátt. Því hvetjum við ykkur til að senda börnin bláklædd í skólann á föstudaginn.

Áhugasamir eru hvattir til að smella myndum af sér og börnunum og setja á netið með skilaboðunum „Við klæðumst bláu til vitundarvakningar um málefni barna með einhverfu“. Ef myndirnar eru settar inn á Instagram má endilega merkja þær #blarapril. Þannig má taka þátt í að breiða út boðskapinn og vekja athygli á þessu góða málefni sem snertir svo marga.

Athyglisverðar staðreyndir um einhverfu:
·      1 af hverju 88 barni fæðist með röskun á einhverfurófi
·      Hjá drengjum eru líkurnar 1 á móti 54 – fimm sinnum meiri en hjá stúlkum
·      Einhverfa er fötlun - ekki sjúkdómur (algengur misskilningur) og því ólæknandi
·      Það skiptir sköpum fyrir einhverfa að fá viðeigandi þjálfun eins fljótt og hægt er

Einhverfa er skilgreind sem röskun í taugaþroska heilans. Þessi röskun í taugaþroska heilans leiðir af sér ákveðin hegðunareinkenni en út frá þeim eru einstaklingar greindir með röskun á einhverfurófi. Þeir einstaklingar sem greinast með röskun á einhverfurófi eiga í erfiðleikum með félagslegt samspil, mál og boðskipti og eru oftar en ekki með sérkennilega eða áráttakennda hegðun. Erfiðleikar varðandi félagslegt samspil geta komið fram sem skortur á augnsambandi, skortur á frumkvæði í samskiptum eða sem erfiðleikar við að mynda vinasambönd við jafnaldra. Erfiðleikar varðandi mál og boðskipti geta komið fram sem skortur á látbragði og eftirhermu, ekkert talmál eða erfiðleikar með mál. Sérkennileg og áráttukennd hegðun einstaklinga með röskun á einhverfurófi getur komið fram í ákveðnum venjum og eru því athafnir oft framkvæmdar í ákveðinni röð. Einnig er algengt að einstaklingar með röskun á einhverfurófi sýni ákveðnum hlutum óvenju mikinn áhuga og tali því óeðlilega mikið um sín hugarefni. Þessi ofangreind hegðunareinkenni þurfa einstaklingar að sýna til þess að greinast með röskun á einhverfurófi. Þó er mjög mismunandi á milli einstaklinga hvernig birtingarmynd einkennanna er og hversu alvarleg eða hamlandi þau eru fyrir einstaklinginn. Einstaklingar með röskun á einhverfurófi eru jafn ólíkir og þeir eru margir og því er oft sagt að hafir þú hitt einn einstakling með einhverfu hafir þú einungis hitt einn einstakling með einhverfu.
 
Fögnum fjölbreytileikanum og mætum í bláu föstudaginn 10 apríl!
 
Nánari upplýsingar um einhverfu er að finna á einhverfa.is og greining.is. Þeim sem vilja fræða börnin sín um einhverfu er jafnframt bent á skemmtilegt YouTube myndband eftir Jóhönnu Ýr Jónsdóttur sem kallast „Introvert“ sem ætlað er að útskýra einhverfu á einfaldan hátt. Hægt er að nálgast myndbandið á eftirfaraandi vefslóð: http://www.youtube.com/watch?v=ZFjsW2bozmM

Kennsla ađ loknu páskaleyfi

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 06. apríl 2015
Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 7. apríl.

Árshátíđ

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 26. mars 2015
Fimmtudaginn 26. mars klukkan 17:00 verður Árshátíð Grunn- og Tónskólans haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar stíga á svið nemendur Grunnskóla auk nemenda Tónskóla og fimm ára nemenda Leikskólans Lækjarbrekku og flytja leik, dans og tónlist eins og þeim einum er lagið. Allir velkomnir!

Viđburđir vikunnar 23. - 27. mars.

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 23. mars 2015
Óhætt er að segja að síðasta vikan fyrir páskafrí verði annasöm hjá nemendum og starfsfólki Grunn- og Tónskólans á Hólmavík.

Þriðjudaginn 24. mars klukkan 17:00 verður Stóra upplestrarkeppnin fyrir 7. bekk haldin í Grunnskólanum á Drangsnesi. Þar lesa nemendur frá Grunnskólunum á Reykhólum, Finnbogastöðum, Drangsnesi og Hólmavík vel valda texta fyrir gesti. Allir eru velkomnir.

Fimmtudaginn 26. mars klukkan 17:00 verður Árshátíð Grunn- og Tónskólans haldin í Félagsheimilinu á Hólmavík. Þar stíga á svið nemendur Grunnskóla auk nemenda Tónskóla og fimm ára nemenda Leikskólans Lækjarbrekku og flytja leik, dans og tónlist eins og þeim einum er lagið.

Föstudaginn 27. mars klukkan 13:00 verður danssýning í Íþróttamiðstöðinni á Hólmavík en þessa vikuna stíga nemendur dansinn daglega undir stjórn Jóns Péturs Úlfljótssonar danskennara. Að danssýningunni lokinni hefst páskaleyfi nemenda. 

Kennsla hefst aftur að loknu páskaleyfi 7. apríl. 2015.

Sólmyrkvi 20. mars

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 18. mars 2015

Föstudagsmorguninn 20. mars 2015 verður mesti sólmyrkvi sem sést hefur frá Íslandi í 61 ár. Ef veður leyfir sést myrkvinn vel frá landinu öllu. Í tilefni myrkvans hafa Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness ,Stjörnufræðivefurinn og Hótel Rangá fært öllum grunnskólanemendum og kennurum þeirra sérstök sólmyrkvagleraugu svo allir geti fylgst með þessu sjaldgæfa sjónarspili á öruggan hátt. 

Margir nemendur Grunnskólans á Hólmavík sem hafa að undanförnu verið að vinna verkefni um himingeiminn hlakka til að sjá þennan atburð sem vonandi verður vel sýnilegur.  Sólmyrkvinn hefst fljótlega eftir að nemendur eru mættir í skólann eða um 08:40

Allar upplýsingar um sólmyrkvann má finna á Stjörnufræðivefnum sem er uppfullur af fróðleik um sólmyrkvann og himingeiminn og við hvetjum ykkur öll til þess að skoða http://www.stjornufraedi.is/solmyrkvi/

Klappliđiđ er lagt af stađ

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 05. mars 2015
Klapplið Grunnskólans á Hólmavík er lagt af stað í Skólahreystikeppnina í Garðabæ. Mikill spenningur og stemming var í hópnum eins og sjá má á myndinni. Bílstjóri er Unnsteinn Árnason og Dagrún Magnúsdóttir fylgir liðinu. Við sem eftir sitjum óskum keppendum mikillar velgengni og öllum góðrar ferðar heiman og heim.

Skólahreysti

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 04. mars 2015

Keppni í Skólahreysti verður haldin í íþróttamiðstöðinni Mýrinni í Garðabæ fimmtudaginn 5. mars nk. klukkan 13:00 - 14:35. Fyrir hönd Grunnskólans á Hólmavík taka þátt: Harpa Dögg Halldórsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Bríanna Jewel Johnson, Sigurgeir Guðbrandsson, Jamison Ólafur Johnson og Trausti Rafn Björnsson. Liðsstjóri er Ingibjörg Emilsdóttir.               


Rúv tekur upp alla keppnina og þáttur frá okkar riðli verður sýndur 25.mars. Áfram okkar fólk!

Viđtalstími frćđslustjóra

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 24. febrúar 2015
Guðjón Ólafsson fræðslustjóri verður með viðtalstíma klukkan 13:00 - 14:00 miðvikudaginn 25. febrúar í Hnyðju. Hægt er að ræða við Guðjón um hvaðeina sem snertir uppeldi og skólastarf.

Starfsdagur kennara - Nemenda og foreldraviđtöl

Hrafnhildur Guđbjörnsdóttir | 24. febrúar 2015
Starfsdagur kennara er miðvikudaginn 25. febrúar. Nemendur mæta ekki í skólann þann dag.

Nemenda og foreldraviðtöl hafa verið tímasett fimmtudag 26. febrúar. Munið að skrá stöðumat í Námfús namfus.is
Eldri fćrslur

Bekkjavefir

Atburđadagatal

« Október 2025 »
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nćstu atburđir