A A A

Valmynd

Fréttir

Og lögin hennar ömmu fá að hljóma...

| 26. apríl 2011
Söngvaskáldið Svavar Knútur er Strandamönnum að góðu kunnur, enda drengur góður innan sem utan. Hann ætlar að kíkja á okkur á fimmtudegi fyrir Hamingjudaga og halda tónleika í Hólmavíkurkirkju kl. 20:00 með lögum af nýjustu breiðskífu sinni, Amma. Platan sú inniheldur ýmis lög sem hann hefur tekið ástfóstri við í gegnum tíðina, en hún er tileinkuð ömmum tónlistarmannsins. Lögin eru flest komin til ára sinna og hafa verið sungin af eldri kynslóðum.

Svavar Knútur er einstakur tónlistarmaður sem fer létt með að syngja inn hamingju í hvert hjarta... og við hlökkum til að fá hann á Hamingjudaga 2011!

Facebook

Hamingjumyndir

Hér leiðir Ragnar Bragason, stórbóndi á Heydalsá og skíðagöngukappi, hópinn út af malbikinu áleiðis upp í Deildarskarð norðanvert í Kollafirði. Stóra-Fjarðarhorn er í baksýn lengst til vinstri, þar fyrir aftan rís Bitruháls, en Klakkurinn rís þó hæst. Þrúðardalur gengur inn vinstra megin við Klakkinn, en hægra megin liggur leiðin upp á Steinadalsheiði.

(Ljósm.  og © Stefán Gíslason).
Vefumsjón