Skólastarf á nýju ári 2022.
Núgildandi reglur um skólahald eru þannig:
- Á öllum skólastigum miðast hámarksfjöldi barna/nemenda við 50 einstaklinga í rými.
- Hámarksfjöldi starfsfólks í sama rými eru 20 manns og starfsfólki er heimilt að fara á milli rýma.
- Nálægðarregla: Almennt 2 metra en sé ekki unnt að tryggja 2 metra reglu er grímuskylda. Leikskólabörn eru undanþegin nálægðarreglu.
- Grímuskylda: Almennt er skylt að nota grímu ef ekki er hægt að virða 2 metra regluna. Börn fædd 2006 og síðar eru undanþegin grímuskyldu.
Skipulagsdagur starfsfólks verður mánudag 3. janúar og þar verður meðal annars farið yfir sóttvarnarráðstafanir og aðgerðir, til dæmis í kennslu barna sem eru í sóttkví og einangrun og lausnir á mönnun ef starfsfólk fer í sóttkví eða einangrun. Verði vart við einkenni ætti starfsfólk að vera heima og foreldrar að halda börnum heima og panta tíma fyrir covid próf á heilsugæslu.
Mikil aukning hefur verið í smitum á landinu og við þurfum öll að sýna sérstaka aðgát ekki síst eftir hátíðisdagana og nýleg ferðalög á milli landa og landshluta.
Afhending grćnfána
Í vikunni var formleg afhending grænfána til skóla í Strandabyggð. Í ár bættist við þriðji skólinn sem fær þessa umhverfisvottun sem grænfáninn er, en það er Vinnuskóli Strandabyggðar.
Grænfáninn er umhverfisverkefni sem skólar á öllum skólastigum geta tekið þátt í og er helsta innleiðingartæki menntunar til sjálfbærni í heiminum í dag.
Grunn- og tónskólinn á Hólmavík hefur verið í grænfánaverkefninu síðan 2007 og fær nú sinn fimmta fána. Leikskólinn Lækjarbrekka er að fá sinn þriðja fána eftir nokkurt hlé. Þessir tveir skólar voru sameinaðir árið 2020 og munu framvegis vinna sem einn skóli og setja sér sameiginleg þemu og markmið til næstu tveggja ára. Nú þegar hafa umhverfisnefndir skólans ákveðið að annað þemað af tveimur verði lýðheilsa en samtímis er sameinaður skóli að fara í verkefnið „heilsueflandi grunnskóli“ sem Landlæknisembættið stendur fyrir.
Umhverfisnefnd grunnskólans skipulagði samverustund í skógi í tilefni afhendingarinnar.
Þar afhenti Hrafnhildur Guðbjörnsdóttir skólastjóri viðurkenningarspjöld frá Landvernd og fulltrúar hvers skóla tóku við þeim ásamt grænfánaskiltum. Þá var boðið upp á kakó og piparkökur, leiki við allra hæfi og jólasveinarnir létu sig ekki vanta.
Skólar á grænni grein, grænfánaverkefnið er alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni sem rekið er af Landvernd á Íslandi. Markmið verkefnisins er að auka umhverfismennt, menntun til sjálfbærni og að styrkja umhverfisstefnur skóla. Verkefnið er stærsta umhverfismenntaverkefni í heimi og er haldið úti af samtökunum Foundation for Environmental Education.
Jólalest Vestfjarđa
Jólalestin er nýtt og spennandi frumkvöðlaverkefni á Vestfjörðum. Verkefnið snýst um að gefa af sér til samfélagsins og er unnið í samvinnu við FabLab nýsköpunarsmiðju á Ísafirði og stutt af fjölmörgum fyrirtækjum á Vestfjörðum. Smíðaðir hafa verið 12 jólapóstkassar og 12 jólasleðar.
Börn í Strandabyggð og annars staðar á Vestfjörðum fá tækifæri til að skrifa jólasveininum bréf og fá svar og óvæntan glaðning til baka. Bréfin eru skrifuð á sérstakt bréfsefni og þar er meginhugmyndin að allir geti látið gott af sér leiða og gert góðverk.
Einar Mikael Sverrisson stýrir verkefninu. Einar Mikael er einnig þekktur töframaður og hefur komið á Strandir sem slíkur.
Næstu daga verður póstkassinn til skiptis í Leikskólanum Lækjarbrekku og Grunn- og Tónskólanum á Hólmavík.
Lokun skóla
Sýnatakan fer þannig fram að þeir sem eru í smitgát fara í hraðpróf og þeir sem eru í sóttkví fara í pcr-próf.
Hafið samband við heilsugæslu ef þið finnið fyrir einkennum. Sjá https://www.covid.is/
Almannavarnir hafa ekki samband við skóla til að setja af stað smitrakningu nema smit séu eru rakin beint til einstaklinga innan skólans og aðrir einstaklingar hafa verið útsettir þar. Þannig er til dæmis ekki haft samband við skólann þegar smit fjölskyldumeðlima í einangrun eru rakin til þess að smit og útsetning eigi sér stað innan fjölskyldunnar.
Foreldrar hafa verið duglegir að hafa samband við skólann til að fá leiðbeiningar. Skólinn hefur verið í góðu sambandi við smitrakningarteymi Almannavarna og starfsfólk heilsugæslustöðvar HVE á Hólmavík hefur svör á reiðum höndum. Einnig er hægt að hafa samband og leita ráða hjá Læknavaktinni í síma 1700 og í gegnum spjallið á https://www.covid.is/
Grunn- og tónskólinn opnađur
Foreldraviðtölum í grunnskóla verður frestað um viku.
Starfsfólk, foreldrar og nemendur hafa fengið nánari upplýsingar.
Lokađ vegna Covid 19.
Grunn- og tónskólinn á Hólmavík verður lokaður á morgun mánudaginn 15. nóvember. Staðfest hefur verið smit Covid-19 í skólanum. Unnið er að smitrakningu en þegar hefur verið ákveðið að starfsfólk fari í sóttkví og sýnatöku.
Sömuleiðis hefur smitrakningarteymi sóttvarnalæknis og almannavarna ákveðið að nemendur á miðstigi; í 4.-6. bekk þurfi að viðhafa smitgát.
Til foreldra vegna smitgátar:
Þið þurfið að fara inn á https://smitgat.covid.is/ til þess að skrá barnið í smitgát og fá strikamerki til að komast í hraðpróf, en þau eru tekin á fyrsta og fjórða degi. Athugið að einungis á að skrá barnið sjálft í smitgát en ekki foreldra/forráðamenn.
Börn sem þurfa að fara í smitgát geta haldi áfram að mæta í skólann sé hann opinn en verða að fara í fyrrnefnd tvö hraðpróf.
Ef einstaklingur greinist jákvæður í hraðprófi fær viðkomandi strikamerki og boðun í PCR próf. Smitrakning hefst ef niðurstaða PCR prófs er jákvæð en einstaklingurinn er í einangrun frá niðurstöðu hraðprófs.
Einstaklingar í smitgát eru frjálsir ferða sinna en þurfa sérstaklega að fara gætilega m.t.t sóttvarna, mega mæta í skólann sé hann opinn en þurfa að forðast umgengni við viðkvæma einstaklinga.
Inni á Covid.is er að finna hvers kyns upplýsingar
Ađalfundur
Aðalfundur
Foreldrafélag Grunnskólans á Hólmavík og Foreldrafélag leikskólans Lækjarbrekku boða til sameiginlegs aðalfundar miðvikudaginn 27. október 2021.
Fundurinn verður haldinn í Hnyðju kl. 20:00.
Dagskrá fundar:
- Skýrsla stjórnar og reikningar foreldrafélags leikskólans Lækjarbrekku
- Kosið um slit á Foreldrafélagi leikskólans Lækjarbrekku
- Skýrsla stjórnar og reikningar Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík
- Kosið um breytingar á lögum Foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík
- Kosning stjórnar
- Önnur mál
Sýnum lit og fjölmennum á fundinn. Stuðningur foreldra við skólastarfið er dýrmætur og til góðs fyrir alla nemendur skólans.
Bestu kveðjur
Stjórn foreldrafélags leikskólans Lækjarbrekku og
Stjórn foreldrafélags Grunnskólans á Hólmavík
Hinsegin frćđsla
Fræðari kemur frá Samtökunum78 en þau halda úti umfangsmikilli fræðslu um hinseginleikann fyrir alla aldurshópa. Fræðslan fer fram bæði í leikskólanum og grunnskólanum.
Hinsegin fræðsla fyrir öll áhugasöm verður í félagsheimilinu klukkan 18:00-19:00 mánudaginn 18. október.
Um samtökin78 og starfsemi þeirra er hægt að fræðast á https://samtokin78.is/
Menntakvika
Tveir starfsmenn Grunnskólans á Hólmavík taka þátt í kynningunni þær Hrafnhildur Þorsteinsdóttir og Magnea Dröfn Hlynsdóttir.
Ráðstefnan er opin öllum og þátttakendum að kostnaðarlausu.