Góđ gjöf frá Strandabyggđ
Nú hefur sveitarfélagið Strandabyggð gefið öllum nemendum Grunnskólans á Hólmavík merkt endurskinsvesti til þess að tryggja öryggi þeirra í umferðinni. Mikilvægi þess að vera vel sýnilegur í umferðinni á jafnt við börn sem og fullorðna, hvort sem fólk er gangandi, hlaupandi eða hjólandi. Við fögnum því að Strandabyggð vilji tryggja að börnin okkar séu vel upplýst á dimmustu mánuðum ársins til að forða slysum. Börnin eru hvött til að nota vestið á leið til og frá skóla og við önnur tækifæri, til dæmis á leið í íþróttir og tómstundastarf.
Mikilvægt er að foreldrar og starfsfólk skóla hvetji og veiti því athygli hvort börnin þeirra séu sjáanleg í umferðinni og að foreldrar séu sjálfir til fyrirmyndar og noti endurskinsmerki. Hannes Leifsson yfirlögregluþjónn á Hólmavík kom og ræddi við börnin og fræddi okkur um hvernig hægt er að auka öryggi allra í umferðinni margfalt með því að nota þessi einföldu, léttu og þægilegu öryggistæki sem endurskinsvesti og endurskinsmerki eru. Börn sem eru með endurskin sjást miklu fyrr en ella eða í um 100 metra fjarlægð frá ökutæki. Nemendur fóru strax í vestin sín eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og voru þakklát sveitarfélaginu fyrir umhyggjuna sem þeim hefur verið sýnd með þessari góðu gjöf og í þakkarskyni tóku þau lagið með viðstöddum.
Foreldraviđtöl
Bjarni Ómar skólastjóri vill hvetja alla sem óska eftir því að ná á hann um hvaðeina sem snýr að skólastarfinu, að koma við á skrifstofunni þegar hentar. Einnig er velkomið að hafa samband í gegnum netfangið skolastjorar@holmavik.is eða í síma 451-3129 til að festa tíma. Flestir faggreinakennarar og almennir starfsmenn verða við til á tímanum 8:10-13:00.
Hlökkum til að sjá ykkur, heitt á könnunni og hlýjar móttökur.
Félagsstarf eldri borgara međ ađstöđu í Grunnskólanum á Hólmavík
Stella Guđrún hefur lokiđ grunnstigi á ţverflautu.
Keppendur okkar í undankeppni Söngkeppni Samfés.
Mentor í snjallsímann.
Fjórir kennarar sćkja námskeiđ um Kvíđa barna og ungmenna.
Stundin okkar viđ upptökur í Grunnskólanum á Hólmavík
Svona skráum viđ stigin í Lífshlaupinu!
Lýðheilsustöð ráðleggur börnum og unglingum að hreyfa sig í minnst 60 mínútur á dag og fullorðnum í minnst 30 mínútur á dag.
Til þess að fá stig í Lífshlaupinu gerir þú eftirfarandi:
- Ferð inn á www.lifshlaupid.is
- Efst hægra megin ferðu í innskráning og skráir inn netfangið: grunnskolinn@holmavik.is og lykilorðið: holmavik
- Þá skoðar þú valmöguleikana á ljósbláa svæðinu vinstra megin og velur ,,skólinn minn"
- Þá smellir þú á bekkinn þinn, smellir á ,,skrá/breyta stigum" og skráir hreyfinguna fyrir hvern dag. Ath. að aðeins er hægt að skrá tíu daga aftur í tímann.
Hér má nálgast nákvæmari leiðbeiningar.
KOMA SVO KRAKKAR :o)