Miklum afla landað á Vopnafirði á einni viku.
Guðrún Þorkelsdóttir kom með um 1500 tonn af Kolmunna á Þriðjudaginn fyrir viku, síðan kom hún Venus með 2300 tonn og Víkingur landaði svo í fyrradag 2500 tonnum. Sigurður VE 15 er svo að koma til löndunar um miðnættið með 2700 tonn, samtals rúmlega 9000 tonn. Elstu menn muna ekki annað eins af lönduðum fiski á einni viku hér á Vopnafirði. Þetta væri ekki hægt nema að fisk-mjölsverksmiðjan gangi á fullum afköstum en hún getur unnið úr um 1300 tonnum á sólarhring. Til að vinna þennan afla þarf orku og fyrir nokkrum árum var eingöngu notast við jarðefnaeldsneyti (olíu) en núna er notuð 15 megavött af rafmagni. Til að setja þetta í samhengi þá notar allur Vopnafjörður 4 megavött á góðum degi. En eins og fyrr sagði þá er það glæsilega systurskip Venusar og Víkings, Sigurður VE að að landa hér næsta sólarhringinn.