Stundum gerist það að dekk fer af felgu og þá tala menn um affelgun eða allavega jeppamenn orða það þannig. Um síðustu helgi var farið í eina jeppaferð þar sem þetta gerðist og ekki hlaupið að því að koma dekkinu aftur á sinn stað. Gripu menn þá til þess ráðs að nota startgas til að sprengja dekkið á felguna. Helf... gott eins og einn sagði.
Í nótt var bíl stolið á Vopnafirði og honum ekið á fóðurtank sem stóð við Eldisfóður skammt utan við vegagerðarhúsið. Við áreksturinn fór tankurinn á hliðina svo höggið hefur verið talsvert. Bíllinn sem er Ford Econoline er stórskemmdur eftir ferð næturinnar og fóðurtankurinn einnig. Enn er ekki vitað hver eða hverjir voru að verki en Lögreglan rannsakar málið og biður þá sem gætu gefið upplýsingar um málið að hafa samband í síma 470-2138
Björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson var í gær hífður upp á bryggju en til stendur að botnmála hann og fara yfir ýmislegt annað. Það var verktakafyrirtækið Hagtak sem gerði björgunarsveitinni þann greiða að "kippa" skipinu upp á bryggju en með því að gera þetta hér heima sparast umtalsverður kostnaður miðað við að fara með skipið í slipp en Hagtaksmenn gera þetta fyrir ekki neitt og kunnun við þeim miklar þakkir fyrir.