Valmynd

Könnunin

Vešurstofa Ķslands

Vegageršin

Dęgradvöl

Kalt ķ vešri nęstu daga

Nú er kalt á Norður og Austurlandi og farfuglarnir heyja baraátuna við norðangarrann og frostið. Nú eru flestir farfuglarnir komnir hingað en það eru miklar sveiflur í veðri sem gerir fuglunum erfitt fyrir. Í síðustu viku var 20 stiga hiti og sól en nú er víða við frostmark eða frost. Álftirnar sem voru farnar inn til heiða á varpstöðvarnar eru nú hálf frosnar í vökum og hálf napurt á að líta og lítið vorlegt. Svona veðri er spáð alla þessa viku þannig að eitthvað verða fuglar að doka með varpið ef ekki á að fara illa.

Handboltaęfingar.

Undanfarna daga hafa þeir Magnús Friðrik Einarsson og Vilhjálmur Leví Egilson, handboltamenn úr Aftureldingu, verið með handboltaæfingar í íþróttahúsinu. Þetta hefur mælst vel fyrir hjá ungdómnum í þorpinu sem hefur mætt vel á þessar æfingar enda voru þeir Magnús og Vilhjálmur alveg frábærir og náðu vel til krakkana.

Landsbankahlaupiš endurvakiš

Í tilefni 120 ára afmælis Landsbankans var hið sögufræga Landsbankahlaup endurvakið í dag, 5. maí. Hlaupið var haldið með samræmdu sniði um allt land þ.e. á einum stað...
Meira

Vopni stendur ķ ströngu.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sveinbjörn Sveinsson, fór í fyrradag að sækja bát sem var með bilaðan gír um 33 sjómílur austur af Bjarnarey. Veður á svæðinu var þokkalegt, þar var vestan gola eða kaldi og ekki var talin hætta á ferðum. Tveir menn voru um borði í bátnum. Útkallið tók eitthvað um 8 klst. Farið var úr höfn um 16:00 og komið aftur rétt fyrir kl 24:00. Ekkert amaði að mönnunum og gekk ferðin vel.
Í gær var svo farið út að hólma en þar hafði trilla strandað, vel gekk að ná henni á flot og sigldi hún fyrir eigin vélarafli að bryggju.

Í kvöld var svo farið inn á Vopnafjarðarheiði til að aðstoða tvær konur en þær höfðu fest bíl sinn við neyðarskýlið Sjafnarbúð. Gátu þær kallað eftir hjálp með neyðartalstöð sem þarna er staðsett og var þá farið strax af stað þeim til aðstoðar og gekk það vel

Vešurblķša sķšustu daga.

Það hefur verið einmuna veðurblíða síðustu daga hér á Vopnafirði eins og víðast hvar á norður og austurlandi og náttúran hefur tekið mikinn kipp, svo mikinn að maður hefur séð grasið vaxa. Í gær var ég á ferð með myndavélina og reyndi að fanga stemminguna í góða veðrinu.
Fęrslusafn frétta

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirlišabandiš

Enski
Enski
GylfiŽór Siguršsson er ķ byrjunarliši Everton sem heimsękir Southampton ķ ensku śrvalsdeildinni ķ knattspyrnu klukkan 14 ķ dag. Že...
Fleiri blogg

FréttaveiturVefumsjón