Valmynd

Könnunin

Vešurstofa Ķslands

Vegageršin

Dęgradvöl

Landsbankahlaupiš endurvakiš

Í tilefni 120 ára afmælis Landsbankans var hið sögufræga Landsbankahlaup endurvakið í dag, 5. maí. Hlaupið var haldið með samræmdu sniði um allt land þ.e. á einum stað...
Meira

Vopni stendur ķ ströngu.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Sveinbjörn Sveinsson, fór í fyrradag að sækja bát sem var með bilaðan gír um 33 sjómílur austur af Bjarnarey. Veður á svæðinu var þokkalegt, þar var vestan gola eða kaldi og ekki var talin hætta á ferðum. Tveir menn voru um borði í bátnum. Útkallið tók eitthvað um 8 klst. Farið var úr höfn um 16:00 og komið aftur rétt fyrir kl 24:00. Ekkert amaði að mönnunum og gekk ferðin vel.
Í gær var svo farið út að hólma en þar hafði trilla strandað, vel gekk að ná henni á flot og sigldi hún fyrir eigin vélarafli að bryggju.

Í kvöld var svo farið inn á Vopnafjarðarheiði til að aðstoða tvær konur en þær höfðu fest bíl sinn við neyðarskýlið Sjafnarbúð. Gátu þær kallað eftir hjálp með neyðartalstöð sem þarna er staðsett og var þá farið strax af stað þeim til aðstoðar og gekk það vel

Vešurblķša sķšustu daga.

Það hefur verið einmuna veðurblíða síðustu daga hér á Vopnafirði eins og víðast hvar á norður og austurlandi og náttúran hefur tekið mikinn kipp, svo mikinn að maður hefur séð grasið vaxa. Í gær var ég á ferð með myndavélina og reyndi að fanga stemminguna í góða veðrinu.

Fęršu björgunarsveitinni Vopna veglega gjöf.

Í gær var björgunarsveitinni Vopna afhentir peningar sem söfnuðust á hlutaveltu sem nokkrir vaskir krakka á Vopnafirði stóðu fyrir. Það voru þau Ingibjörg María Konráðsdóttir, Glódís Ingólfsdóttir, Anna Lilja Vigfúsdóttir, Matthildur Ósk Óskarsdóttir og Tómas Guðjónsson sem stóðu sig svo vel og til fyrirmyndar.

Peningaupphæðin sem þau gáfu var 30.614 kr. og munar um minna fyrir sveit eins og Vopna og eiga börnin miklar þakkir skyldar.

Gistiheimiliš Mįvahlķš opnaši formlega ķ dag.

Þau Jóhanna og Guðni opnuðu gistiheimilið Mávahlíð í dag en þar geta þau tekið á móti 12 gestum en 16 þegar allt er orðið klárt. Guðni er í samstarfi við ferðaskrifstofu og ætlar meðal annars að fara með erlenda sem innlenda gesti á sjóstöng og hákarlaveiðar. Þau héldu upp á opnunina í dag og buðu nokkrum gestum að þyggja veitingar og skoða gistiheimilið.
Til hamingju með þetta Jóhanna og Guðni.
Fęrslusafn frétta

RSS

05.12.2019 | Enski boltinn

Klopp fljótari en Ferguson

Enski
Enski
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stżrši sķnum mönnum til sigurs ķ ensku śrvalsdeildinni ķ gęr žegar lišiš fékk Everton ķ...
Fleiri blogg

FréttaveiturVefumsjón