Miklum afla landað á Vopnafirði á einni viku.
Guðrún Þorkelsdóttir kom með um 1500 tonn af Kolmunna á Þriðjudaginn fyrir viku, síðan kom hún Venus með 2300 tonn og Víkingur landaði svo í fyrradag 2500 tonnum. Sigurður VE 15 er svo að koma til löndunar um miðnættið með 2700 tonn, samtals rúmlega 9000 tonn. Elstu menn muna ekki annað eins af lönduðum fiski á einni viku hér á Vopnafirði. Þetta væri ekki hægt nema að fisk-mjölsverksmiðjan gangi á fullum afköstum en hún getur unnið úr um 1300 tonnum á sólarhring. Til að vinna þennan afla þarf orku og fyrir nokkrum árum var eingöngu notast við jarðefnaeldsneyti (olíu) en núna er notuð 15 megavött af rafmagni. Til að setja þetta í samhengi þá notar allur Vopnafjörður 4 megavött á góðum degi. En eins og fyrr sagði þá er það glæsilega systurskip Venusar og Víkings, Sigurður VE að að landa hér næsta sólarhringinn.
Tilkynning frá RARIK
Veðurfréttir frá Vopnafirði.
Vopnfirsku heiðarnar heilla.
Veður var nokkuð gott í dag í kringum Vopnafjörð og margir sem nýttu sér það og fóru eitthvað út.
Margir fóru á vélsleðum upp um fjöll og inn til heiða og aðrir fóru á jeppum. Félagar úr Vopna fóru meðal annars til þess að kanna snjóalög og huga að húsakosti sínum á fjöllum. Austara hús á Urðum var á sínum stað og allt í sómanum þar.
Það var bara nokkuð gott að vera sambandslaus á fjöllum í dag án þess að lesa eða heyra slæmar fréttir eins og hafa dunið á okkur undan farna daga. Vonandi fáum við ekki fleiri slæmar fréttir næstu vikurnar, þetta er komið nóg.
Hér eru nokkrar myndir frá deginum https://photos.app.goo.gl/htgoU6X8oiB2LWPV6
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.