Valmynd

K÷nnunin

Ve­urstofa ═slands

Vegager­in

DŠgradv÷l

Vopnfir­ingar ß HŠnu

Strßkarnir alltaf hressir
Strßkarnir alltaf hressir

Um 100 unglingar af Norðausturlandi á aldrinum 13 til 16 ára verja helginni á æskulýðsmóti á Fljótsdalshéraði. Mótið sem fer fram í Brúarásskóla hófst í gær og lýkur því á morgun. Í gærkvöldi fór fram kvöldvaka í Brúarási og í dag taka krakkarnir þátt í alls hópastarfi. Meðal þeirra hópa sem eru starfandi má nefna leiklistarhóp, tónlistarhóp, smíðahóp, skyndihjálparhóp, leikjahóp og fjölmiðlahóp.


Í kvöld fer fram hin árlega Hæfileikakeppni NorðAusturlands sem hefur þá skemmtilegu skammstöfun HÆNA. Keppnin fer að þessu sinni fram í Egilsstaðaskóla og hefst klukkan 19. Æskulýðssamband Eyjafjarðarprófastsdæmis hefur umsjón með keppninni þar sem unglingarnir stíga á svið, dansa, syngja, leika á hljóðfæri, flytja töfrabrögð, leikþætti o.fl. Keppnin er öllum opin en að henni lokinni verður haldið stórt sundlaugarpartý í sundlauginni á Egilsstöðum.


Það eru Æskulýðssamband kirkjunnar á Austurlandi og Æskulýðssamband Eyjafjarðarprófastdæmis sem standa fyrir mótinu. Æskulýðssjóður styrkir fræðslu á samverunni en aðrir styrktaraðilar mótsins eru: Fljótsdalshérað, Flugfélag Íslands, Glerárkirkja, Múlaprófastsdæmi og Subway. Mótinu lýkur með æskulýðsguðsþjónustu í Kirkjubæjarkirkju, elstu kirkju Fljótsdalshéraðs, á sunnudaginn kl. 14. Þar munu unglingarnir taka virkan þátt, líflegur söngur mun hljóma í kirkjunni og vígslubiskup Hólaumdæmis, sr. Jón A. Baldvinsson, predikar. Allir eru velkomnir til kirkju segir í tilkynningu.

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirli­abandi­

Enski
Enski
Gylfi١r Sigur­sson er Ý byrjunarli­i Everton sem heimsŠkir Southampton Ý ensku ˙rvalsdeildinni Ý knattspyrnu klukkan 14 Ý dag. Ůe...
Fleiri blogg

FrÚttaveiturVefumsjˇn