Valmynd

K÷nnunin

Ve­urstofa ═slands

Vegager­in

DŠgradv÷l

Vopnafjar­arhreppur b˙inn a­ selja allan hlut sinn Ý HB Granda.

Ůorsteinn Steinsson sveitastjˇri Vopnafjar­arhrepps.
Ůorsteinn Steinsson sveitastjˇri Vopnafjar­arhrepps.

Síðasta föstudag seldu Vopnfirðingar allan sinn hlut í útgerðarfélaginu HB Granda. Þetta kemur fram á vefnum visr.is í kvöld. Þar kemur fram að Vopnarfjarðarhreppur hafi  selt hlut sinn í Granda fyrir tæplega hálfan milljarð króna. Sveitarstjóri hreppsins segir söluna styrkja fjárhag sveitarfélagsins verulega.

Samkvæmt visir.is gekk sala sveitarfélagsins á hlutnum gegn sl. föstudag, en samanlagður hlutur hreppsins og Skiphólma ehf., félags í eigu hans, nam um 2,5 prósentum af heildarhlutafé.

Samkvæmt fundargerð Vopnafjarðarhrepps frá 29. nóvember sl. var það verðbréfafyrirtækið Virðing sem nálgaðist hreppinn með sölu á bréfunum í huga. Viðskiptin voru síðan samþykkt í kjölfarið. Ekki liggja enn fyrir upplýsingar um hver keypti bréfin en það mun vafalítið skýrast í vikunni þegar nýr listi yfir tuttugu stærstu hluthafa verður birtur í Kauphöll Íslands.

Sveitarfélagið selur hlut sinn á genginu 12,1 en samkvæmt ársreikningi Vopnafjarðarhrepps var hluturinn bókfærður á genginu 6. Salan mun styrkja fjárhag sveitarfélagsins verulega en heildar vaxtaberandi skuldir þess í lok síðasta árs, samkvæmt ársreikningi, voru um 940 milljónir króna.

Þó sveitarfélagið selji eignarhlut sinn í Granda þá hagnast það áfram á starfsemi félagsins á Vopnafirði, sem hefur gengið vel undanfarin misseri, ekki síst vinnslan á Makríl.

Arion banki á þriðjungshlut í Granda eftir að Ólafur Ólafsson missti hlut sinn til bankans. Sé mið tekið af þessum viðskiptum er virði hlutarins um 6,6 milljarðar króna og heildarvirði félagsins um 19,8 milljarðar króna.

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirli­abandi­

Enski
Enski
Gylfi١r Sigur­sson er Ý byrjunarli­i Everton sem heimsŠkir Southampton Ý ensku ˙rvalsdeildinni Ý knattspyrnu klukkan 14 Ý dag. Ůe...
Fleiri blogg

FrÚttaveiturVefumsjˇn