Valmynd

K÷nnunin

Ve­urstofa ═slands

Vegager­in

DŠgradv÷l

Vinavika.

Verum gˇ­ir vinir :)
Verum gˇ­ir vinir :)
Nú stendur yfir vinavika á Vopnafirði. Er þetta í fyrsta skiptið sem þetta er haldið hér á vegum æskulýðsfélagi Hofsprestakalls. Tilgangurinn er að minna á hin sönnu verðmæti lífsins vináttuna og kærleikann.

 Hugmyndin að vinavikunni varð til í æskulýðsfélagi Hofsprestakalls og mun félagið standa fyrir ýmsum viðburðum, t.d. munu krakkarnir bjóða fyrirtækjum og stofnunum upp á ókeypis skreytingar og Vopnfirðingar eiga von á ýmsum óvæntum og skemmtilegum uppákomum.

Einnig verður Vinaskrúðganga fimmtudaginn 30. september kl. 14:30. Lagt verður af stað frá Vopnafjarðarskóla og gengið að Kaupvangi. Í skrúðgönguna eru allir velkomnir.

Kærleiksmaraþon verður sunnudaginn 3. október kl. 12:00-17:00. Boðið verður upp á ókeypis vöfflukaffi, bílaþvott, andlitsmálun fyrir börnin í safnaðarheimilinu ofl. Milli kl. 12:00-14:30 verður gengið í hús og boðin fram aðstoð við heimilisstörfin.

Dagskrá Vinavikunnar lýkur með Taizemessu í Vopnafjarðarkirkju sunnudaginn 3. október kl. 17:00 og á eftir verður boðið upp á kærleiksmáltíð.

Unglingarnir í æskulýðsfélaginu eru mjög áhugasöm um vinavikuna enda þeirra hugmynd og framkvæmd af þeim. Mikilvægt er að sýni þessu framtaki áhuga og athygli þannig að boðskapur vináttunnar og kærleikans nái sem víðast.
 Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Hofsprestakalls:   www.kirkjan.is/hofsprestakall/2010/09/24/vinavika-2010-vopnafirði/#more-378

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirli­abandi­

Enski
Enski
Gylfi١r Sigur­sson er Ý byrjunarli­i Everton sem heimsŠkir Southampton Ý ensku ˙rvalsdeildinni Ý knattspyrnu klukkan 14 Ý dag. Ůe...
Fleiri blogg

FrÚttaveiturVefumsjˇn