Valmynd

Könnunin

Veðurstofa Íslands

Vegagerðin

Dægradvöl

Sumarið er komið.

Vopnafjörður er þekktur fyrir veðursæld og laxveiðiár og ýmislegt annað þó lítið hafi farið fyrir góðu veðri þetta sumarið. Veðrið hefur þó heldur lagast síðustu daga og var ég í þessu góða veðri við eina af laxveiðiám Vopnafjarðar með góðum vinum mínum að norðan. Vesturdalsá er ekki sú stærsta hér en afar falleg og nett á og gaman að veiða í henni. Við félagarnir vorum við veiðar í 3 daga og fengum á land 33 laxa og nokkrar bleikjur til að gera þetta meira spennandi. Nú er að ganga í garð besti veiðitíminn og er laxinn að bunkast í árnar svo fjörið verður mikið á næstu vikum.

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirliðabandið

Enski
Enski
GylfiÞór Sigurðsson er í byrjunarliði Everton sem heimsækir Southampton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu klukkan 14 í dag. Þe...
Fleiri blogg

Fréttaveitur



Vefumsjón