Sjómannadagsblað Austurlands komið út
Fimmtándi árgangur Sjómannadagsblaðs Austurlands er kominn út og er blaðið tæpar 90 síður að stærð, prýtt vel á annað hundrað ljósmynda.
Sem fyrr eru efnistökin fjölbreytt en á meðal efnis í blaðinu er ítarleg frásögn af hörmulegu sjóslysi er Sigurfari SF-58 fórst í innsiglingunni til Hornafjarðar árið 1971. Um borð voru 10 menn og fórust átta þeirra. Fjöldi fólks í landi varð vitni að slysinu en gat ekkert aðhafst til bjargar.
Þá er sagt frá komu kafbátar til Neskaupstaðar árið 1980 og Már Karlsson, á Djúpavogi, segir frá kynnum sínum af konu með dulræna hæfileika.
Skyggnst er inn í tilveru austfirskra sjómanna á fiskveiðum við Afríku og Reynir Zoëga rifjar upp stríðsárin hin síðari er hann var af Bretum og Bandaríkjamönnum talinn hættulegastur Norðfirðinga. Var hann settur á svartan lista og njósnað um ferðir hans. Margt fleira er að finna í blaðinu svo sem umfjöllunum um hákarlaútgerð, hvalveiðar Ameríkumanna og sagðar sögur af kostuglegum sjómönnum og fleira.
Ritstjóri Sjómannadagsblaðs Austurlands er Kristján J. Kristjánsson, frá Norðfirði.
Sem fyrr eru efnistökin fjölbreytt en á meðal efnis í blaðinu er ítarleg frásögn af hörmulegu sjóslysi er Sigurfari SF-58 fórst í innsiglingunni til Hornafjarðar árið 1971. Um borð voru 10 menn og fórust átta þeirra. Fjöldi fólks í landi varð vitni að slysinu en gat ekkert aðhafst til bjargar.
Þá er sagt frá komu kafbátar til Neskaupstaðar árið 1980 og Már Karlsson, á Djúpavogi, segir frá kynnum sínum af konu með dulræna hæfileika.
Skyggnst er inn í tilveru austfirskra sjómanna á fiskveiðum við Afríku og Reynir Zoëga rifjar upp stríðsárin hin síðari er hann var af Bretum og Bandaríkjamönnum talinn hættulegastur Norðfirðinga. Var hann settur á svartan lista og njósnað um ferðir hans. Margt fleira er að finna í blaðinu svo sem umfjöllunum um hákarlaútgerð, hvalveiðar Ameríkumanna og sagðar sögur af kostuglegum sjómönnum og fleira.
Ritstjóri Sjómannadagsblaðs Austurlands er Kristján J. Kristjánsson, frá Norðfirði.
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.