Valmynd

Könnunin

Vešurstofa Ķslands

Vegageršin

Dęgradvöl

Rjśpan frišuš į Vopnafirši.

Tveir blautir į bak viš eyrun.
Tveir blautir į bak viš eyrun.

Nú eru tvær veiðihelgar búnar af rjúpnaveiðitímabilinu en það má veiða frá 1. nóvember til 30. nóvember.  Rjúpan fékk ákveðinn frið fyrstu helgina í Vopnafirði. Undirritaður var hafður í vinnunni alla helgina og komst ekki neitt til rjúpna. Ég var samt nokkuð slakur því að veiði beið mín eftir helgina á suður Englandi en þar átti ég að geta skotið fashana og akurhænur að vild.

Það er aðeins rólegra andrúmsloft við veiðarnar á Englandi en hér heima, ég tók sérstaklega eftir því að við vorum boðaðir í enskan morgunverð einum og hálfum tíma eftir sólarupprás á veiðidegi, það sagði mér eitthvað því hér heima er maður mættur helst klukkutíma fyrir sólarupprás á veiðislóð.

Eftir að við höfðum spjallað yfir tebolla í næstum þrjú korter var okkur smalað upp í kerru sem land-rover dróg og okkur keyrt á fyrsta veiðistað. Þar var búið að reka niður litla staura með númerum og þar var okkur raðað í línu og sagt að bíða þangað til að fuglarnir kæmu til okkar.

Við stóðum þarna spenntir eins og okkur var sagt að gera, við fórum að heyra hróp og köll en það var fólkið sem var að reka fuglana til okkar og brátt fóru byssuskotin að óma. Frekar þægilegt og það eina sem maður hafði í raun áhyggjur af var hvort bindið hefði eitthvað aflagast við “lætin”. Við fengum að taka 5 svona standa á 5 mismunandi stöðum, við byrjuðum að skjóta kl 09:40 og tókum hádegishlé 10:40 þar sem boðið var upp á allt sem manni langaði í .. þvílíkt álag.  Þetta hlé var ansi langt en við vorum búnir að skjóta á tveimur stöðum á þessum tímapunkti, við skutum á þremur stöðum efir mat og hættum kl 13:30 og fórum í kvöldmat :) 

Þetta var mér framandi, ég verð að segja það.
Hér eru fleiri myndir úr ferðinni ef þið hafið áhuga 

 

 

 

RSS

25.10.2020 | Enski boltinn

Gylfi ber fyrirlišabandiš

Enski
Enski
GylfiŽór Siguršsson er ķ byrjunarliši Everton sem heimsękir Southampton ķ ensku śrvalsdeildinni ķ knattspyrnu klukkan 14 ķ dag. Že...
Fleiri blogg

FréttaveiturVefumsjón