Miklum afla landað á Vopnafirði á einni viku.
Guðrún Þorkelsdóttir kom með um 1500 tonn af Kolmunna á Þriðjudaginn fyrir viku, síðan kom hún Venus með 2300 tonn og Víkingur landaði svo í fyrradag 2500 tonnum. Sigurður VE 15 er svo að koma til löndunar um miðnættið með 2700 tonn, samtals rúmlega 9000 tonn. Elstu menn muna ekki annað eins af lönduðum fiski á einni viku hér á Vopnafirði. Þetta væri ekki hægt nema að fisk-mjölsverksmiðjan gangi á fullum afköstum en hún getur unnið úr um 1300 tonnum á sólarhring. Til að vinna þennan afla þarf orku og fyrir nokkrum árum var eingöngu notast við jarðefnaeldsneyti (olíu) en núna er notuð 15 megavött af rafmagni. Til að setja þetta í samhengi þá notar allur Vopnafjörður 4 megavött á góðum degi. En eins og fyrr sagði þá er það glæsilega systurskip Venusar og Víkings, Sigurður VE að að landa hér næsta sólarhringinn.
Fleiri fréttir
- 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður. - 05. ágúst 2015
Allt á floti