Valmynd

K÷nnunin

Ve­urstofa ═slands

Vegager­in

DŠgradv÷l

Miki­ um a­ vera vi­ h÷fnina.

Í dag kom skipið ICE LOUISE til að lesta frosnar afurðir á Vopnafirði. Það er svo sem ekki frásögu færandi enda oft
komið skip í þessum erindagjörðum til Vopnafjarðar. En það sem er nýtt er að þetta er í fyrsta skiptið sem afurðardeild HB Granda tekur frystiskip á leigu eingöngu til að taka afurðir hjá félaginu. Á það að lesta 1400 tonn af frosinni síld sem var unninn í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði.

Það var ekki bara verðið að skipa út frosnum afurðum því einnig var verið að skipa út 2000 tonnum af lýsi í dag og í gær fóru rúmlega 1000 tonn af mjöli. Nú er verið að frysta og bræða síld úr Lundey en Faxi er á landleið með um þúsund tonn sem fékkst í einu kasti fyrir vestan.

RSS

10.09.2017 | Faxagengi­

ReykjavÝkurh÷fn 20. j˙nÝ 2015.

Faxi RE 9
Faxi RE 9
Jæja jæja,þá er best að koma með eina færslu eftir langt hlé enþað var far...
Fleiri blogg
Augnablik... Loading...
Vefumsjˇn