Meiri von, ekki veitir af.
Ný rannsóknargögn um Drekasvæðið, sem norskt fyrirtæki hefur unnið, gefa meiri vonir um olíu undan ströndum Íslands. Milli tíu og tuttugu olíufyrirtæki hafa sýnt áhuga á að bjóða í olíuleitina.
Alþjóðlegur netmiðill, sem sérhæfir sig í fréttum af olíusvæðum á hafsbotni, greindi nýlega frá hinum nýju gögnum og sagði þau gefa meiri vonir um olíu undan ströndum Íslands. Í raun er um að ræða nýja úrvinnslu á gögnum sem íslensk og norsk stjórnvöld öfluðu fyrir tveimur áratugum. Fyrirtækið Spectrum, sem er með höfuðstöðvar í Noregi, beitti nýjustu tölvutækni til að fá betri og nákvæmari upplýsingar úr gögnunum og hafa sérfræðingar Orkustofnunar nú fengið aðgang að þeim.
Þeir Kristinn Einarsson, verkefnisstjóri olíuleitar, og Þórarinn Sveinn Arnarson, haffræðingur hjá Orkustofnun, sýndu dæmi í fréttum Stöðvar 2 hvernig þessi nýju gögn Spectrum sýna meðal annars flekki í jarðlögum á Drekasvæðinu sem þykja líklegir til að geyma olíu eða gas.
Spectrum auglýsir nýju gögnin til sölu á alþjóðamarkaði og hjálpar þannig íslenskum stjórnvöldum að markaðssetja Drekasvæðið. Þrátt fyrir efnahagskreppu og verðfall á olíu merkja Orkustofnunarmenn verulegan áhuga olíuleitarfyrirtækja á útboðinu en því lýkur í maí.
Alþjóðlegur netmiðill, sem sérhæfir sig í fréttum af olíusvæðum á hafsbotni, greindi nýlega frá hinum nýju gögnum og sagði þau gefa meiri vonir um olíu undan ströndum Íslands. Í raun er um að ræða nýja úrvinnslu á gögnum sem íslensk og norsk stjórnvöld öfluðu fyrir tveimur áratugum. Fyrirtækið Spectrum, sem er með höfuðstöðvar í Noregi, beitti nýjustu tölvutækni til að fá betri og nákvæmari upplýsingar úr gögnunum og hafa sérfræðingar Orkustofnunar nú fengið aðgang að þeim.
Þeir Kristinn Einarsson, verkefnisstjóri olíuleitar, og Þórarinn Sveinn Arnarson, haffræðingur hjá Orkustofnun, sýndu dæmi í fréttum Stöðvar 2 hvernig þessi nýju gögn Spectrum sýna meðal annars flekki í jarðlögum á Drekasvæðinu sem þykja líklegir til að geyma olíu eða gas.
Spectrum auglýsir nýju gögnin til sölu á alþjóðamarkaði og hjálpar þannig íslenskum stjórnvöldum að markaðssetja Drekasvæðið. Þrátt fyrir efnahagskreppu og verðfall á olíu merkja Orkustofnunarmenn verulegan áhuga olíuleitarfyrirtækja á útboðinu en því lýkur í maí.
Fleiri fréttir
- 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður. - 05. ágúst 2015
Allt á floti