Landsbankahlaupið endurvakið

Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í hverjum riðli auk þess sem allir þátttakendur fengu medalíu. Að hlaupi loknu var haldin fjölskylduhátíð þar sem m.a. var boðið upp á grillaðar pylsur, drykki og gjafir fyrir hlaupara og systkini.
Landsbankahlaupið var fyrst haldið á 100 ára afmæli bankans árið 1986 og svo árlega eftir það í 14 ár. Muna eflaust margir eftir því en hlaupið naut alltaf mikilla vinsælda því á hverju ári hlupu nokkur þúsund börn á öllu landinu og kepptu sín á milli af mikilli alvöru.
Landsbankahlaupið hefur frá upphafi verið samstarfsverkefni Landsbankans og Frjálsíþróttasambands Íslands og er svo einnig nú en Frjálsíþróttasambandið annast alla tæknilega umsjón með hlaupinu. Öll framkvæmd er með svipuðu móti og á árum áður.
Fleiri fréttir
- 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður. - 05. ágúst 2015
Allt á floti