Valmynd

K÷nnunin

Ve­urstofa ═slands

Vegager­in

DŠgradv÷l

Kj÷rdagur 2013 - Ůingma­ur frß Vopnafir­i ?

Baddi, Svanborg og Gunna me­ allt ß hreinu.
Baddi, Svanborg og Gunna me­ allt ß hreinu.
« 1 af 2 »
Þá er maður búinn að fara á kjörstað og kjósa. Það er alltaf jafn góð tilfinning að geta nýtt sér þann rétt að setja X við það framboð sem maður treystir best til að stjórna landinu næstu fjögur árin. Persónukjör kysi ég reyndar fremur en flokka því það er oftast ágætis fólk í þeim flokkum sem bjóða sig fram en suma getur maður bara ekki kosið.

Ef eitthvað er að marka skoðanakannanir síðustu daga þá stefnir í að við Vopnfirðingar eignumst okkar fyrsta kjörna þingmann í dag. Það er sögulegt. Það er hún Þórunn Egilsdóttir bóndi á Hauksstöðum sem býður sig fram fyrir framsóknarflokkinn. Sama í hvaða flokki hún stendur þá kemur hún til með að tala máli landsbyggðarinnar og berjast fyrir bættum kjörum okkar sem búum lengst allra frá svartholinu Reykjavík sem sogar allt til sín.

Ekki veitir okkur af góðum málsvara sem getur útskírt fyrir „heimsku“ fólki hvað við séum að gera út á landi, við erum að vinna, við erum að skapa gjaldeyri, við erum að rækta landið og búa til mat handa þjóðinni og við flytjum meira að segja út rafmagn. Við erum ekki að stela auðlindum frá latte lepjandi lopatreflum, við erum að skapa verðmæti og gjaldeyri fyrir alla þjóðina svo hægt sé að kaupa nauðsynjar frá útlöndum.
Ég veit að þetta er pínu einstrengislegt hjá mér en sannleikskorn leynist þarna engu að síður.

Ég vona að allir þeir sem búnir eru að kjósa séu sáttir í sýnu hjarta með það sem þeir kusu og við ykkur hin sem ekki eru búin að kjósa vil ég segja, farið og nýtið ykkur þennan rétt sem þið hafið til að hafa áhrif í samfélaginu.

Gleðilegt sumar.

RSS

03.08.2020 | Enski boltinn

Byrjum of snemma

Enski
Enski
Frank Lampard, knattspyrnustjˇri Chelsea, segir allt of snemmt a­ hefja keppni aftur 12. september en ■ß ß fyrsta umfer­ ˙rvalsdei...
Fleiri blogg

FrÚttaveiturVefumsjˇn