Valmynd

Könnunin

Veðurstofa Íslands

Vegagerðin

Dægradvöl

Hirðfíflin að gera góða hluti, safna peningum í sjálfboðavinnu og gefa til þurfandi.

Það er merkilegt starf sem fer fram hér á Vopnafirði en það eru nokkrar varskar konur sem safna peningum í sjálfboðavinnu og gefa til þeirra sem þurfa á því að halda. Það eru þær Þorgerður Jósepsdóttir, Gyða Jósepsdóttir, Steinunn Gunnarsdóttir og Hrafnhildur Helgadóttir sem kalla sig Hirðfíflin. Þær reka nytjamarkað í bakherbergi handverkshússins „Nema hvað“ með hluti sem þeim er gefið af fólki sem ekki hefur þörf fyrir en tímir ekki að henda. Þetta selja þær svo á vægu verði og gefa alla peningana til góðgerðamála hér á Vopnafirði.

Hirðfíflin hafa með þessu móti safnað ótrúlega miklum peningum sem að þessu sinni hafa farið í Sundabúð sem er dvalarheimili aldraða hér í bæ.

Það helsta sem þær hafa keypt fyrir Sundabúð að þessu sinni er rúmföt, dýnur,lök, sjónvarp, sjónvarpsfesting, ferðageislaspilari, innúðavél, salernishækkun, sturtustólar á vegg, sturtustólar á vegg með úrtaki og mjúka setur á salerni. Þetta kostaði allt saman 726.889.00 - kr.

Hirðfíflin sendu frá sér fréttatilkynningu í dag þar sem þær þakka öllum fyrir að versla við þær og styrkja um leið gott málefni.

RSS

01.06.2018 | Einherji

Æfingar

Engaræfingar verða hjá yngri flokkum félagsins á morgun fimmtudaginn 28. júlí, næstu æfingar verða þriðjudaginn 2. ágúst.
Fleiri blogg
Augnablik... Loading...
Vefumsjón