HB Grandi fækkar frystitogurum en fjölgar ísfisktogurum
Vegna betri afkomu landvinnslunnar og skerðingar á aflaheimildum hefur HB Grandi ákveðið að leggja einum frystitogara sínum og breyta öðrum í ísfisktogara. Á næsta fiskveiðiári mun félagið því gera út þrjá frystitogara í stað fimm en fjóra ísfisktogara í stað þriggja. Auk togaranna gerir HB Grandi út þrjú uppsjávarskip.
Það er mat félagsins að meiri verðmætasköpun muni áfram felast í því að vinna aflann í landi frekar en frysta hann á sjó, meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar erlendis eftir ferskum sjávarafurðum.
Ástæðan fyrir fækkun í togaraflota HB Granda er fyrst og fremst ónægar aflaheimildir, en síðastliðin þrjú ár hafa bolfisksheimildir félagsins minnkað um 3.445 þorskígildistonn. Afli togara fyrir hvern úthaldsdag hefur einnig aukist á undanförnum árum, úr 22 tonnum í 26 tonn.
Við framangreindar breytingar mun sjómönnum félagsins væntanlega fækka um 34 úr 320 í 286, en störfum í landvinnslu mun fjölga um 50. Stöðugildum hjá fyrirtækinu mun því fjölga um 16 við þessar breytingar. Alls starfa um 800 manns hjá HB Granda.
Búast má við breytingum á mönnun allra skipa HB Granda sem hafa verið kynntar sjómönnum félagsins og fulltrúum stéttarfélaga þeirra. Stefnt er að því að framtíðarmönnun skipanna liggi fyrir 27. mars nk. og þær taki gildi 10. júlí en þá verða aflaheimildir frystitogaranna Helgu Maríu og Venusar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár uppurnar.
Venusi, sem er elsti togari félagsins, smíðaður á Spáni 1973, verður lagt. Helgu Maríu verður siglt til Póllands í almennt viðhald og verður breytt í ísfisktogara. Skipasmíðastöðvar í Póllandi voru með lægstu tilboðin í verkið, mun lægri en frá íslenskum fyrirtækjum. Helga María er væntanleg aftur til veiða í byrjun nóvember.
Það er mat félagsins að meiri verðmætasköpun muni áfram felast í því að vinna aflann í landi frekar en frysta hann á sjó, meðal annars vegna aukinnar eftirspurnar erlendis eftir ferskum sjávarafurðum.
Ástæðan fyrir fækkun í togaraflota HB Granda er fyrst og fremst ónægar aflaheimildir, en síðastliðin þrjú ár hafa bolfisksheimildir félagsins minnkað um 3.445 þorskígildistonn. Afli togara fyrir hvern úthaldsdag hefur einnig aukist á undanförnum árum, úr 22 tonnum í 26 tonn.
Við framangreindar breytingar mun sjómönnum félagsins væntanlega fækka um 34 úr 320 í 286, en störfum í landvinnslu mun fjölga um 50. Stöðugildum hjá fyrirtækinu mun því fjölga um 16 við þessar breytingar. Alls starfa um 800 manns hjá HB Granda.
Búast má við breytingum á mönnun allra skipa HB Granda sem hafa verið kynntar sjómönnum félagsins og fulltrúum stéttarfélaga þeirra. Stefnt er að því að framtíðarmönnun skipanna liggi fyrir 27. mars nk. og þær taki gildi 10. júlí en þá verða aflaheimildir frystitogaranna Helgu Maríu og Venusar fyrir yfirstandandi fiskveiðiár uppurnar.
Venusi, sem er elsti togari félagsins, smíðaður á Spáni 1973, verður lagt. Helgu Maríu verður siglt til Póllands í almennt viðhald og verður breytt í ísfisktogara. Skipasmíðastöðvar í Póllandi voru með lægstu tilboðin í verkið, mun lægri en frá íslenskum fyrirtækjum. Helga María er væntanleg aftur til veiða í byrjun nóvember.
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.