Fyrsta loðnan á leið til Vopnafjarðar.

Að sögn Ingimundar Ingimundarsonar, rekstrarstjóra uppsjávarveiðiskipa HB Granda, benda fyrstu upplýsingar til þess að hrognafyllingin í loðnunni sé um 25% og hlutfall hrygnu og hængs í aflanum sé jafnt. Lundey NS verður á Vopnafirði annað kvöld og hefst þá langþráð hrognavinnsla í fiskiðjuveri HB Granda. Stefnt er að því að Faxi RE fari til veiða á sunnudaginn og Ingunn AK á mánudag ef veðurspáin gengur eftir en loðnuafla allra skipanna verður landað á Vopnafirði.
,,Þetta er sannkallaður gleðidagur. Það er allt klárt og maður bíður spenntur eftir því að Lundey komi til hafnar. Við erum búin að bíða eftir þessu í marga daga og nú gleðst maður eins og lítið barn þegar jólin eru að koma," sagði Magnús Róbertsson, vinnslustjóri HB Granda á Vopnafirði, er rætt var við hann nú síðdegis.
Að sögn Magnúsar verður byrjað að flokka loðnuna um leið og byrjað verður að landa úr Lundey. Hann segir að það ráðist af flokkuninni hve mikið verði hægt að frysta af hæng. Aðalatriðið er þó hrognataka og frysting á loðnuhrognum. Að þessu sinni verður notaður nýr búnaður, svokölluð hrognaþurrkunarvél, til að þurrka loðnuhrognin en búnaðurinn er afrakstur þróunarvinnu og samstarfs HB Granda og Skagans hf., sem er framleiðandi hrognaþurrkunarvélarinnar.
Fleiri fréttir
- 13. desember 2019
Mikil vinna við að koma rafmangi á að nýju á norðausturlandi. - 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður.