Fagurt á Fjöllum.
Það voru 15 jeppar sem lögðu á fjöll en farið var vestan við Svartfell í Langadal og keyrt sem leið lá út fjallgarða að gömlu símalínunni á milli Hauksstaða og Grímstaða. Þaðan var farið vestur yfir Haug að Vestara-Símahúsi. Tilgangur þessarar viðkomu var að fara með brenni í kamínu og jafnframt var komið með hurð til að tvöfalda svo ekki skafi inn um á innri.
Þaðan var farið í átt að Haugsnibbu og farið vestan við hana til norðurs eftir fjallgarði og niður norðan við Haugsvatn. Þá fóru vötn að halla til Vopnafjarðar og lá leiðin þvert yfir Haugsvatn í átt að Austara-Símahúsi á Urðum en það er um 7 km. norðvestur af mótum Ytri-Hrútár og Selár.
Þegar í Austarahús var komið var tendraður eldur í Sóló-eldavél sem þar er og á skömmum tíma var komin ylur í allt húsið. Þarna skildu leiðir, sumir ætluðu að gista, aðrir héldu til sín heima og fór undirritaður við annan jeppa niður Búastaðabungur að vaðinu á Selá suðaustur af Aðalbóli og þaðan niður á veg í gegnum hlaðið hjá Kónginum í Fremri-Hlíð. Þeir sem fóru þessa ferð eru félagar Austurlandsdeildar Ferðaklúbbsins 4x4
Fleiri fréttir
- 11. desember 2019
Veður skaplegt á Vopnafirði. - 03. desember 2019
Hiti í byrjun aðventu - 28. nóvember 2019
Síðustu geislar sólar þetta árið. - 23. nóvember 2019
Að veiða eða veiða ekki. - 22. nóvember 2019
Fært yfir Selá - 14. nóvember 2019
Rjúpan friðuð á Vopnafirði. - 13. nóvember 2019
1800 tonn af fiskmjöli send í pokum frá Vopnafirði til Canada. - 22. september 2016
Venus aflahæsta skip flotans - 05. júní 2016
Gleðilegan Sjómannadag. - 18. mars 2016
Árshátið Vopnafjarðarskóla 2016 - 31. janúar 2016
Unglingadeild Vopna - 03. október 2015
Tveir í "slipp" - 26. ágúst 2015
Skjólfjörur í Vopnafirði - 07. ágúst 2015
Leifarnar af göngubrúnni teknar niður. - 05. ágúst 2015
Allt á floti